Hvað orsakar andfýlu – Nokkur atriði

Hefur einhver vinur þinn sagt þér að þú sért andfúl(l)? (það er algengt að andfúlt fólk viti ekki af því)  Ef tennurnar eru vel og vandlega burstaðar og tannþráður notaður gæti það lagað þetta en sérfræðingarnir segja að það sé ekki víst að það breyti nokkru þó að fólk standi lengur við vaskinn að bursta. Hér á eftir eru taldar upp átta ástæður fyrir andremmu og þær gætu komið þér á óvart.

LYF. Munnvatnið skolar burtu bakteríum sem valda vondri lykt og ýmis lyf, þar á meðal þunglyndislyf, þvagræsilyf og jafnvel asprin geta valdið munnþurrki.

Bakteríur. Tegundirnar sem valda óþef halda að mestu til á tungunni þar sem þær gefa frá sér óþef um leið og þær éta matarleyfar og það sem munnvatnið hefur brotið niður. Þær fjölga sér á nóttunni þegar munnvatnskirtlar starfa lítið og því ber mest á andremmunni á morgnana.   Í sumu fólk eru fleiri illþefjandi bakeríur en í öðru sem getur skýrt að sumum er sérstaklega hætt við andremmu. Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að sama bakterían og oft veldur magasári getur valdið andremmu og sjúkdómum í tannholdi ef hún nær að koma sér fyrir í munnholinu.

Sýkingar í öndunarvegi.   Tannskemmdir og sýkingar í tannholdi eru vel þekktar ástæður andremmu. En lungnakvef, sýkingar í ennisholum og jafnvel kvef geta líka valdið andremmu. Þegar sýkingar eru í öndunarvegi leysast vefir upp og verða fæða fyrir bakteríur sem valda andremmu.

Að sleppa morgunverði. Það er alkunna að það er hollt og gott bæði fyrir líkama og huga að fá góðan morgunverð. Auk þess dregur morgunverðurinn úr morgunandremmu því að hann eykur munnvatnsflæðið og hreinsar bakeríur af tungunni.

Mataræðið.  Hvíturíkur matur og mjólkurvörur framkalla mikið af aminosýrum sem eru kjörfæða fyrir bakteríur. Ef lítil sterkja er í fæðunni brennur uppsöfnuð fita og myndar afar illþefjandi efni. Á síðasta ári voru einhverjir vísindamenn að tengja andremmu við offitu en rannsóknin þótti ekki traust.

Að anda með munninum.  Hvaðeina sem þurrkar munnholið og hindrar að það skoli burtu bakteríum ýtir undir andremmu. Þeir sem einkum lena í þessu eru t.d. fólk með kæfisvefn, þeir sem hrjóta eða eru með asma.

Langvarandi veikindi.  Illþefjandi andardráttur getur verið vísbending um vissa sjúkdóma. Fisklykt bendir t.d. til nýrnaveiki og sykursýki sem ekki er meðhöndluð framkallar ávaxtalykt.    

Áfengi. Mikil áfengisneysla getur líka þurrkað munnholið.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here