Hvað segja stórstjörnur með kvíða?

Öll höfum við fundið fyrir kvíða. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir við ákveðnar aðstæður. Kvíðaröskun er eitthvað sem margir eru að eiga við á einhverjum tímapunkti í lífi sínu og getur það hent hvern sem er og þá eru stjörnurnar ekki undanskildar.

Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa verið með kvíða og gefa góð ráð.

Kristen Stewart, þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og Twilight og Snow White and the Huntsman, fékk kvíðaköst og magaverki þegar hún var yngri. Nú segir hún að hún sé vaxin upp úr einkennunum, en hefur samt áhyggjur af því að þau gætu snúið aftur hvenær sem er. „Ég vona augljóslega að allt sem er að gerast núna gangi upp og ég er fullviss um að lífið sé gott og það verður allt í lagi með mig hvað sem gerist. Á augnablikum þegar það lífið er „þungskýjað“ og ég er þreytt og finnst ég ekki geta tekið þátt í því hversu gott lífið er, þá eru þessar tilfinningar tímabundnar. Ég held að ég sé nokkuð góð í að vera hamingjusöm,“ sagði Kristen í samtali við Elle árið 2016.

Kristen Bell, sem er þekktust fyrir aðalhlutverk sitt í Veronica Mars, á sér fjölskyldusögu um serótónínójafnvægi og hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sem þjáist af kvíða og þunglyndi. Leikkonan leyndi baráttu sinni fyrstu 15 ár ferils síns en hefur nýlega tjáð sig um að taka lyf við þunglyndi, sem hún hefur gert síðan hún var ung. „Ég tek þau enn í dag og skammast mín ekki fyrir það, því mamma hafði alltaf sagt við mig: „Ef þú byrjar að finna fyrir þessu, talaðu þá við lækninn þinn og talaðu við sálfræðing, og fáðu þá hjálp sem þú þarft,““ sagði Kristen í viðtalsþættinum Off Camera, árið 2016.
Demi Lovato hóf feril sinn á Disney Channel en er nú þekktust fyrir tónlist sína. Söngkonan, sem skráði sig inn á meðferðarstofnun árið 2011, hefur verið opinská um baráttu sína við fíkniefnaneyslu, átröskun, kvíða og þunglyndi. „Ég held að því meira sem fólk tjáir sig um það sem það er að ganga í gegnum – reynslu sína eða einfaldlega kynnir sér málin vel og veit hvað það er að tala um, muni það vera lykillinn af því að opna umræðuna um geðsjúkdóma og auka skilning almennings. Í dag er skortur á samúð með fólki sem er með geðsjúkdóma og margir eru dómharðir. Þegar fólk áttar sig á því að hver sem er getur átt við geðsjúkdóm að stríða þá held ég að þeir verði skilningsríkari í garð þeirra sem eru að takast á við þá,“ sagði Demi í Huffington Post árið 2015.
Lady Gaga, sem meðal annars er þekkt fyrir poppsmelli sína „Bad Romance“ og „Poker Face“, segist hafa þjáðst af kvíða og þunglyndi allt sitt líf. Söngkonan stofnaði Born This Way Foundation til að hjálpa aðdáendum sínum að takast á við eigin geðheilsuvandamál. Í fyrirlestri við Yale háskóla árið 2015 talaði hún um hvernig hún hóf að breyta ákvarðanatökum sínum til að sigrast á neikvæðum tilfinningum. “Ég byrjaði að segja nei. Ég geri það ekki. Ég vil ekki gera það. Ég er ekki að fara í þessa myndatöku, ég er ekki að fara á þennan viðburð, ég set nafn mitt ekki við eitthvað sem ég er ekki sammála. Og hægt en örugglega mundi ég hver ég er. Svo ferðu heim, og lítur í spegil, og þú hugsar: “Já. Ég get farið að sofa með þér á hverju kvöldi.” Vegna þess að þessi manneskja er einhver sem ég þekki.”
Adele er þekktust fyrir kraftmikla söngrödd sína og stóra smelli eins og „Someone Like You“ og „Hello“. Söngkonan sagði samt við Rolling Stone árið 2011 að hún hafi fengið kvíðaköst og jafnvel kastað upp áður en hún steig á svið. “Ég held að ekkert hafi farið hræðilega úrskeiðis. Einnig, þegar ég verð kvíðin, reyni ég að segja brandara. Það virkar.”
Lena Dunham, vel þekkt fyrir að skrifa og leika í HBO sjónvarpsþáttunum Girls. Rithöfundurinn og leikkonan birti „líkamsræktarsjálfu“ á Instagram með texa um að hreyfing róar kvíðaeinkenni hennar. Í viðtali við Guardian árið 2014 talaði hún um kvíða sinn og þá staðreynd að hún hefur verið í sálfræðimeðferð frá barnæsku og vandamál með líkamsímynd sína. “Þú veist, þetta verður auðveldara og auðveldara. Ótti minn rættist: fólk kallaði mig feita og ógeðslega, og ég lifði. Og nú held ég áfram að lifa.”

Sem grínisti hefur Silverman skrifað og komið fram á Saturday Night Live og í sínum eigin þáttum. Hún hefur talað opinskátt um ævilanga baráttu sína við þunglyndi og notkun hennar á lyfjum eins og Xanax, Klonopin og Zoloft. „Ef þú upplifir þetta einhvern tímann, eða ert að upplifa þetta núna, þá skaltu bara vita að hinum megin við þessa reynslu verða litlu hamingjustundirnar í lífinu miklu sætari,“ sagði hún í viðtali við Glamour árið 2015. „Erfiðu tímarnir, dagarnir þegar þú ert bara bolti á gólfinu — þeir munu líða hjá. Þú ert að spila langan leik og lífið er algjörlega þess virði.”‘

Emma Stone hefur leikið í kvikmyndum eins og Crazy, Stupid, Love; Hjálpin; og Birdman, og hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og tveggja Golden Globe-verðlauna. En hún hefur líka lengi verið opinská um tíð kvíðaköst sín. Á meðan hún fór til meðferðaraðila fann hún að leiklistin var stærsta hjálpin þegar kom að því að berjast við kvíða. „Það er eitthvað við það að leiklistin er hér og nú,“ sagði hún í viðtali við Wall Street Journal árið 2015. “Þú hefur ekki tíma til að hugsa um milljón aðra hluti. Þú verður að hugsa um verkefnið sem fyrir höndum er. Leiklistin neyðir mig til að vera eins og Zen-meistari: Hvað er að gerast á þessari stundu?”

Yngsti meðlimur Kardashian tríósins er þekktust fyrir miklar breytingar á líkama sínum þegar hún léttist um 18 kílógrömm og fékk gríðarlega kviðvöðva. Khloe hafði kallað líkamsrækt sína ákveðna „meðferð“, sérstaklega eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, Lamar Odom, var lagður inn á sjúkrahús vegna ofneyslu lyfja. “Ég sver það, líkamsræktarstöðin hefur tekið í burtu svo mikið af stressinu mínu. Það hefur hjálpað til við að róa mig. Þegar ég er pirruð og mér finnst bara allt vera glatað, þá fer ég í ræktina,” sagði hún árið 2015 í viðtal við Marie Claire. „Þú ert að auka framleiðsluna á endorfíni og líður vel með sjálfa þig. Það hefur bjargað mér.”

Benson sem þekkt er fyrir hlutverk sitt sem Hönnu Marin í Pretty Little Liars. Sem forsíðustjarna Health í janúar hefur hún talað um vegferð sína til að auka sjálfstraust sitt og segir frá því að hún hafi þjáðst af kvíðaköstum á meðan hún var á tökustað. „Ég var á Xanax í langan tíma. Það hjálpaði, en ég ákvað að ég ætlaði að geta tekið sjálf lyf með hugleiðslu, æfingu, svefni, borða hollan mat og drekka meira vatn,” sagði hún við Health. “Ég er líka með hugleiðsluforrit í símanum mínum. Ég nota það að minnsta kosti þrisvar í viku.”
Síðan Jennifer skaut upp á stjörnuhimininn sem Katniss Everdeen í The Hunger Games hefur Lawrence leikið í fleiri myndum eins og Silver Linings Playbook, American Hustle og Joy. Í New York Times viðtali árið 2015 talaði hún um hvernig hún tekst á við kvíða. “Ég finn ákveðinn frið með því að hugsa um mig á almannafæri sem einhverskonar „avatar“. Þú þarna úti getur haft „avatarinn“ minn. Ég sjálf tilheyri bara mér. Og ég reyni bara að viðurkenna að sviðsljósið er stressandi og að hverjum sem er finndist það vera stressandi. Svo ég verð að reyna að sleppa tökunum og reyna að vera ég sjálf og einbeita mér að mikilvægum hlutum, eins og að taka upp hundakúk.”

Heimildir: https://www.health.com

SHARE