Ef þú horfir á þessa mynd, hvað er það fyrsta sem þú sérð? Er það tré, górilla, ljón eða fiskur. Það eru enginn röng eða rétt svör.

Ef þú sást tré fyrst

Þú hugsar allt rökrétt. Þú treystir heilanum þínum og leitar að dýpri merkingu í lífi þínu. Þú trúir ekki öllu sem þú heyrir og þetta tvennt getur verið gott í viðskiptum því það er mikilvægt að taka skjótar og ígrundaðar ákvarðanir.

Ef þú sást tréð þýðir það að þú ert með háan vegg í kringum þig tilfinningalega og getur ekki tjáð þig á opinskáan hátt. Þegar þú treystir of mikið á rökfræði, þá takmarkar þú tækifærin fyrir dagdrauma og fantasíur. Þú ert einstaklingur sem er of hræddur við að taka áhættu. Þó að þú sért mikill leiðtogi skortir þig hvatningu og stuðning.

Ekki vera hrædd/ur við það óþekkta, því þú veist aldrei hvað er á bakvið luktar dyr. Eina leiðin til að upplifa hluti er að taka á móti tækifærunum. Þó þú upplifir mistök, ekki hætta að reyna.

Ef þú sást górillu fyrst

Þú ert að eiga við lágt sjálfstraust. Þú ert of hörð/harður við sjálfan þig og stefnir alltaf mjög hátt. Þú vinnur stanslaust að vinna, jafnvel þó líkami þitt og hugi eru of þreytt til að starfa.

Það góða við forvitni þína eru forvitni þín og stanslaus vilji til að læra. Það sem gerir þig öðruvísi en aðra er, að þegar fólk krafsar aðeins í yfirborðið, þá vilt þú komast inn að innsta kjarna.

Þú leggur þig alltaf 100% fram og ert einbeitt/ur. Þú trúir því að hlutirnir hætti aldrei að gefa og geti gefið þér mikla gleði.

Ef þú sást ljónið fyrst

Fólk sem sér ljónið fyrst eru manneskjur sem áhyggjulausar og frjálsar. Þú ert manneskja sem ert aðeins knúin áfram af innri hvötum og innsæi. Þú eyðir ekki tíma þínum í að greina, þú leyfir eðlishvöt þinni að taka við. Þú lifir lífi sem er fullt af ævintýrum en átt það til að gleyma fólkinu í kringum þig.

Þú ert ekki slæm manneskja en stundum særir þú fólk í kringum þig án þess að ætla þér það. Þú hefur mikinn metnað og það er ekkert sem stoppar þig í að ná þínum markmiðum. Þú getur verið kærulaus en það stoppar þig ekki í því að gera hlutina eins og þú vilt.

Þú ættir að læra að eiga betri samskipti við fólk. Leyfðu þeim að vera með þér í því sem þú ert að gera og lærðu af þeim.

Ef þú sást fiskinn fyrst

Það eru aðeins örfáir sem sjá fiskinn fyrst. Þú ert manneskja sem hefur gaman að því að spjalla og átt góð samskipti við alla sem þú hittir. Þú ert kurteis og réttsýn/n við alla sem þú hittir. Þú elskar lífið og óskar öllum hins besta.

Það verður að gera þér grein fyrir að það kunna ekki allir við þig. Jafnvel þó fólk bregðist þér oft á tíðum, verður þú ekki vonsvikin/n. Þú gefst aldrei upp því þú trúir því að Karma sjái um sína.

Þú lifir lífi þínu til fulls og nýtur hverrar mínútu hér á jörð.

Heimildir: Themindsjournal.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here