Hvað verður heitast í tískunni á næstunni?

Það er ennþá vetur en við viljum samt vera vakandi fyrir því hvað er í tísku og hvað mun verða í tísku á árinu.

Hér eru nokkrar tískuflíkur sem verða það allra heitasta í sumar.

1. Einfaldar töskur verða áfram að vera í tísku ár árinu. Það eina sem breytist kannski er bara að efnin, litirnar og axlaböndin verða meira framandi. 2017-trends-handbags

 

2. Þó það muni ekki breyta heiminum að vera í bol með slagorðum, þá er það samt ákveðin yfirlýsing. Þú getur litið á þetta eins og að setja stöðuuppfærslu á Facebook eða deila grein. Komdu þínum skoðunum á framfæri. 2017-trends-alexa-chung

 

3. Einfaldir flatbotna skór og strigaskór hafa verið allsráðandi í skótískunni síðustu misseri, en nú er að verða breyting á. „Platform“ skór verða í tísku í vor og sumar og þeir mega alveg vera skrautlegir, en einnig mega þeir vera einfaldir og klassískir. Hælarnir eru að koma aftur! 2017-trends-bloggers

4. „Vintage“, háar gallabuxur verða áfram í tísku og það geta allir fundið gallabuxur sem passa við þeirra vaxtalag. 

2017-trends-dakota-johnson

5. Allskonar íþróttaskór verða áfram í tísku. Þeir eru ekki bara til að fara út að hlaupa. 

2017-trends-gigi-hadid

 

6. Buxur með víðum skálmum eru að verða það heitasta í tískunni. Þær eru síðar og stuttar, teinóttar, köflóttar og einlitar. 2017-trends-hailey-baldwin

 

7. Blúndutoppar eru alveg málið. Þú getur verið í blúndutopp yfir bol eða verið í jakka yfir toppinn. Bara eins og hentar þér.

2017-trends-kendall-jenner

 

 

8. Jakkar verða með örlitlum 80’s áhrifum á næstunni og axlarpúðarnir koma sterkir inn. 2017-trends-miroslava-dumas

 

9. Íþróttaföt og „sportý“ föt verða enn vinsælli en áður. 2017-trends-naomi-campbell

 

 

10. Einu sinni voru föt úr „khaki“ bara fyrir pabba og ferðamenn en núna er „khaki“ að verða málið fyrir alla.
2017-trends-olivia-palermo

 

10. Svartar og hvítar rendur verða klassískar að eilífu en nú er komið að því að bæta við litum. Þessi kjóll er dæmi um þar sem litum hefur verið listilega blandað saman við svart og hvítt.
2017-trends-proenza-schouler

 

12. Ein erm er eitthvað sem koma skal. Einnig mega ermarnar vera víðar og öðruvísi. 
2017-trends-rosie-huntington

 

13. Glansandi flíkur eru ekki bara til að vera í á kvöldin. Ekki vera feimin við að ganga í glansandi fötum alla daga!2017-trends-solange-knowles

 

14. Allskonar bleikir litir verða í tísku með vorinu og það eiginlega skiptir ekki máli hvaða tón þú velur, passaðu bara að hann henti þínum húðlit.
2017-trends-street-style

Heimildir: Glamour.com

SHARE