Hvaða dýr sérð þú fyrst?

Horfðu á myndina hér fyrir ofan. Hvaða dýr sástu fyrst af öllum? Þessi mynd frá Meaww getur sagt ég mjög mikið um þig sjálfa/n. Finndu dýrið hér fyrir neðan sem þú sást fyrst af öllu og sjáðu hvort þetta eigi við þig.

1. Ef þú sást HESTINN fyrst…


Ef þú sást þennan fallega hest fyrst af öllum þá ertu pottþétt metnaðarfull týpa. Þú ert villt/ur, frjáls og raunveruleg/ur og vilt halda því þannig, hvað sem það kostar.

Þú forðast aldrei það sem er erfitt, ert vinnusöm/samur og forðast ekki að takast á. Þú ert í góðu sambandi við þitt innra sjálf og persónuleiki þinn er heiðarlegur, drífandi og stöðugur.

2. Ef þú sást HANANN fyrst…


Ef þú sást hana fyrst af öllu er þitt sterkasta persónueinkenni þrautseigja. Þú ert ekki feimin/n og hógvær en ert klár, þrautseig/ur og fljót/ur að hugsa.

Þrátt fyrir stærð getur þú verið grimm/ur þegar þú þarft á því að halda.

3. Ef þú sást KRABBANN fyrst….


Hörð/harður að utan en mjúk/ur að innan, það er það sem þú átt sameiginlegt með krabbanum og þess vegna sást þú hann fyrst af öllum. Þú ert einstaklega trygg/ur og ef þú lítur inn á við muntu sjá að þú hefur alltaf verið það (hvort sem þú trúir því eða ekki).

Þú hefur alltaf sett þarfir þeirra sem standa þér næst fram fyrir þínar eigin og þú myndir aldrei halda framhjá eða svíkja þá sem treysta á þig.

4. Ef þú sást BÆNABEIÐUNA fyrst…


Bænabeiðan er þolinmóð og skynjar umhverfi sitt mjög vel. Hún getur verið kyrr í marga klukkutíma eftir bráðinni og hreyfir sig hratt og fyrirvaralaust. Ef þú sást bænabeiðuna fyrst hefurðu sterkt innsæi.

Þín innri rödd og innsæi þitt er oftar en ekki það sem lætur þig fá það sem þú vilt. Þú stjórnar í þínum eigin heimi go eins og bænabeiðan ertu með baráttuanda sem kemur að innan.

5. Ef þú sást ÚLFINN fyrst…

Úlfurinn, er stríðsmaður sem heldur sig í hóp. Já, úlfurinn er þekktur fyrir að vera í hóp en þeir eru líka einmana verur, sem ráfa um óbyggðirmar, óttlausar og grimmar. Ef þú sást úlfinn fyrst af öllum, eru líkur á því að þú sért óttlaus og „grimm/ur“ líka. Þú gengur inn í hóp af fólki en persónuleiki þinn vekur allsstaðar athygli. Það, að vera grimmur úlfur, getur verið skemmtilegt en það getur líka verið mjög einmanalegt. Ekki hafa áhyggjur samt, því þú ert byggð/ur til að þola þetta.

6. Ef þú sást HUNDINN fyrst…

Algjörlega trygg/ur, hugrökk/rakkur, verndandi og óeigingjörn/gjarn eru lýsingar á þessum besta vini mannsins, en það eru samt til örfáar manneskjur sem þessi lýsing á við líka.

Ef þú sást hundinn fyrst af öllu þá ert þú örugglega búin/n öllum þessum kostum. Þú ert trygg/ur en ákveðin, óeigingjörn/gjarn og kærleiksrík/ur, verndandi og fjörug/ur á sama tíma. Þú ert blanda af sjaldgæfustu kostum í þessum heimi svo það á ekki að koma þér á óvart að allir sem eru það heppnir að kynnast þér, elska þig.

7. Ef þú sérð FIÐRILDIÐ fyrst….

Fiðrildi er þekkt fyrir fegurð og breytingu. Það breytir sér úr púpu í eitt af fallegustu fyrirbærum náttúrunnar. Ef fiðrildið er það fyrsta sem þú sást þá ertu örugglega búin sömu kostum og fiðrildi. Þú átt auðvelt með að aðlagast, ert sveigjanleg/ur og getur breytt þér til að mæta þörfum þínum og komast áfram í lífinu.

Það getur verið að þér finnist þú stundum ekki vera á góðum stað (í púpunni) en ekki hafa áhyggjur, þú brýst út úr því og verður sú fallega persóna sem þú áttir alltaf að verða. Láttu vaða!

8. Ef þú sérð ÖRNINN fyrst….

Eins og við vitum flest er örninn villtur, frjáls, svífur hátt yfir jörðu og er á sama tíma eitt af mestu rándýrum náttúrunnar. Ef þú sást örninn fyrst segir það þér að þú ert einbeitt/ur og ákveðin/n í að fá það sem þú vilt. Þú tekur endanlegar ákvarðanir og þegar þú ert komin/n með markmið og ert búin/n að taka ákvörðun muntu láta vaða, grípa það sem þú vilt og fljúga í burtu, þangað sem enginn getur tekið það af þér. Þetta er kostur en verður ekki alltaf til þess að þú stofnar til bestu sambanda í heimi. Þú getur virkað eigingjörn/gjarn, en í þínum huga ertu bara að gera það sem þarf að gera!

9. Ef þú sérð DÚFUNA fyrst….

Ef þú sérð dúfuna fyrst ertu „elskandi“ en ekki mikið fyrir að takast á. Fallega dúfan er merki um frið og sátt og það lýsir þínum persónuleika fullkomlega. Þú vilt ekki takast á við neinn og þú hvetur alltaf til friðar og kærleika. Þú ert í góðu jafnvægi og róleg/ur og hefur róandi og friðsamleg áhrif á aðra.

Jæja hvaða dýr sást þú fyrst? Settu það í athugasemd hér fyrir neðan.

SHARE