Hvar er áttburamamman í dag?

Nadya eða Natalie Suleman eins og hún kallar sig í dag, öðlaðist frægð eftir að hafa fætt fyrstu lifandi áttburana í heiminum í janúar 2009. Hún hóf frjósemismeðferðir aðeins 21 árs, hjá lækninum Michael Kamrava og varð svo ófrísk í fyrsta sinn 26 ára. Fyrsta barnið hennar kom í heiminn árið 2001 og eignaðist hún fyrsta son sinn Elijah.

Árið eftir varð Natalie aftur ólétt og eignaðist þá fyrstu dóttur sína Ameerah. Hún hélt áfram frjósemismeðferðum sínum og varð ófrísk aftur nokkrum sinnum í viðbót þar sem hún eignaðist tvo syni, Joshua og Aidan og eitt sett af tvíburum Calyssa og Caleb.

Natalie hefur síðar sagt frá því að hún hafi verið afvegaleidd af lækninum sínum. Hún vildi eignast eitt sett af tvíburum í viðbót en læknirinn hennar lét hana samþykkja að setja upp 8 fósturvísa.

Hún sagði frá því í viðtali að læknirinn hefði sagt að hún væri búin að missa 6 fósturvísa og þess vegna ætlaði hann að setja upp 6 til viðbótar. Í kjölfarið missti læknirinn læknaleyfið því hann hafði orðið uppvís að þessu, að setja alltof marga fósturvísa upp hjá konu.

Bjó með 14 börnum í þriggja herbergja íbúð

Natalie sagði í viðtali við The New York Times í desember 2018 að hún byggi með 14 börnum sínum í þriggja herbergja raðhúsi í Kaliforníu. Þar sem húsið er frekar þröngt því þau eru svo mörg sagði Natalie að yngstu börnin skiptust á að sofa á sófanum. Natalie játaði í viðtali sínu að hafa gengið í gegnum erfiðustu daga lífs síns á þessum árum. Þegar áhugi almennings minnkaði og hún sat eftir til að sjá um alla krakkana, leitaði hún sér huggunar í áfengi og Xanax og varð fíkill. Hún var í neyslu á árunum 2011 til 2013 þar til hún ákvað að fara í meðferð.

Natalie sagði við The New York Times: „Ég var að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki og ég var að gera það af örvæntingu og fátækt, svo ég gæti séð fyrir fjölskyldunni minni.“ Hún bætti við. „Ég hef verið í felum frá hinum raunverulega heimi allt mitt líf.“

Sem betur fer hefur Natalie tekist að snúa lífi sínu við og allt virðist ganga miklu betur.

Instagram will load in the frontend.

Börnin eru dugleg og standa sig vel í lífinu og Natalie er mjög stolt af þeim öllum og segir frá þeim reglulega á Instagram.

SHARE