Hvatvísa stelpan sem missti eiginleikann…

Af hverju hættum við að hlæja?

Hvað er það sem gerir það að verkum að þetta dásamlega hjálpartæki í lífinu hverfur?

Ég er búin að leita að hlátrinum mínum í langan tíma, nokkur ár… Ég sakna þess að vera barnið sem var hent út af skólabókasafninu í mínum heimabæ fyrir óspektir og læti. Ég sakna þess að vera meiri „rebel“. Þessi krakki sem var sjaldnast viðeigandi er mín helsta gjöf í lífinu.

Ég þessi hvatvísa stelpa, húrrandi fyndin og skemmtileg. Ég er ennþá húrrandi skemmtileg, eða það vil ég meina sjálf og reyndar óviðeigandi hvatvís ennþá, eiginleiki sem ég hef lært að elska mest..EN…hláturinn er týndur.

Ég lifi með „hlæ inni í mér“ syndrominu, ömurleg örlög.

Ég vil öskurhlæja og finna það alveg niður í maga hvað það gerir mér gott, því hláturskast er sennilega það besta sem við gerum fyrir líkamann. Og gerir lífið svo miklu ríkara líka, allt verður einfaldara með hláturinn að vopni held ég.

Ég setti mér það verkefni að finna þennan hlátur aftur, hann er þarna inni og það er grunnt á honum. Ég hef einhversstaðar stoppað hann, verið að passa mig, sett sjálfri mér einhver mörk…..og ekki síst ekki leyft mér að vera ÉG!

Ég setti mér það verkefni að finna þennan hlátur aftur, hann er þarna inni og það er grunnt á honum. Ég hef einhversstaðar stoppað hann, verið að passa mig, sett sjálfri mér einhver mörk…..og ekki síst ekki leyft mér að vera ÉG!

Hláturinn mun finnast, og ég veit að þið getið það líka, hann er þarna, þetta dásamlega streitustjórnunartæki!

Það er heilsubætandi að vera týpan sem er hent út af bókasafni….

-Endorphinsprengja fyrir líkamann.

-Streitulosun.

-Stillir kvíða og þunglyndi..

Þarf ég að nefna fleiri ástæður til að fá eitt gott kast?

Og hvernig er best að finna hann aftur?

Það eru ýmsar leiðir, sem dæmi gera sitt besta til að hafa athyglina á því er sem skemmtilegt í öllum aðstæðum, fyndin myndbönd og kvikmyndir, dáleiðsla, hugleiðsla, hláturjóga er eitthvað sem margir mæla með…og eflaust fullt af öðrum leiðum. Ef þú veist um frábæra og árangursríka leið til þess að kveikja á þessu magnaða fyrirbæri þá væri frábært að heyra frá þér.

SHARE