Hvernig er best að haga sér á deiti?

Ég eins og flestir aðrir elska að kíkja á 9gag – þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað oftast – þá helst læra. Ég sá snilldar grein sem tekin var úr gamalli fræðslubók fyrir konur um hvernig best væri að haga sér kringum menn. Það gefur auga leið að þetta er skrifað fyrir mörgum árum síðan enda hlutirnir sem betur fer ekki alveg svona í dag. Ætli það séu þó ekki einhverjir strákar sem segja eins og vinur minn sagði við mig þegar hann las þetta (í gríni þó) ” oh .. where did we go wrong! ” Hér fyrir neðan skrifaði ég listann niður – þó þýddann og aðeins færður í stílinn.

 1. Klæddu þig í herberginu þínu og gerðu þig fína áður en maðurinn kemur. Vertu tilbúin þegar hann kemur – ekki láta hann bíða! Heilsaðu honum með brosi.
 2. Ef þú þarft á brjóstahaldara að halda skaltu nota hann, ekki fikta í aðhaldsnærfötunum þínum (konur voru alltaf í þannig á 50 áratugnum) og mikilvægt ; passaðu að sokkabuxurnar þínar séu ekki krumpaðar!
 3. Körlum líkar ekki þegar konur fá vasaklútinn þeirra lánaðann  og klína í hann varalit. Farðaðu þig í einrúmi – ekki þar sem hann sér þig!
 4. Sittu alltaf kvenlega, ekki eins og gaur, og aldrei láta hann sjá að þér leiðist, jafnvel þó þér leiðist. Vertu vakandi og ef þú þarft endilega að tyggja tyggjó (sem ég mæli ekki með) gerðu það hljóðlega með munninn lokaðan.
 5. Ekki nota spegilinn í bílnum hans til að laga varalitinn. Karlinn þarf að nota spegilinn þegar hann er að keyra og það pirrar hann mikið að þurfa að snúa sér við í bílnum til að sjá hvað er fyrir aftan hann ! (þó það nú væri stelpur, passa sig að raska ekki ró mannsins!)
 6. Þú skalt ekki tala þegar þið eruð að dansa – körlum líkar ekki kona sem tekur hlutunum ekki alvarlega. Þegar KARLMAÐUR er að dansa vill hann DANSA, ekki tala (já stelpur, verið þið stilltar og haldið þið kjafti! Eins og sönnum dömum sæmir.)
 7. Þú skalt ekki undir neinum kringumstæðum láta vel að deitinu þínu meðal almennings, kelerí, strokur eða bara einfaldlega að sýna ástúð meðal almennings er ekki við hæfi og gerir lítið í honum. (Já passaðu að gera ekkert sem gæti látið honum líða illa, ef þig langar að strjúka honum eða faðma hann mundu að þú átt að bíða með það því HONUM finnst það ekki við hæfi – þá halda allir að hann sé með druslu og það viljum við ekki)
 8. Ekki tala um tilfinningar eða reyna að fá hann til að tala um eitthvað sem hann vill ekki. Karlar vilja ekki gráta eða sýna tár – sérstaklega ekki á meðal almennings.
 9. Ekki vera of vinaleg við þjóninn og tala um við hann hversu gaman var hjá þér þegar þú komst síðast með einhverjum öðrum – menn vilja, og eiga skilið alla þína athygli!
 10. Ekki tala um föt eða reyna að lýsa nýja kjólnum þínum fyrir hann. Heillaðu frekar deitið þitt með því að tala um eitthvað sem honum finnst skemmtilegt.
 11. Ekki tala við aðra menn!
 12. Ekki drekka of mikið, þess er ætlast af þér að þú haldir klassanum allt kvöldið og það er alveg dropinn sem fyllir mælinn hjá honum ef þú drepst af  of mikilli drykkju.

Þar hafið þið það, þarna snérist allt um það að haga sér svo að þú fyndir þér nú örugglega mann til að giftast.

Koma á deit ?

SHARE