Hvernig er umhorfs eftir hryðjuverkin?

Allir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir í fréttum frá París frá því á föstudaginn. Tugir manna féllu. Saklaust fólk sem átti sér einskis ills von. Maður veltir auðvitað fyrir sér hvað gerist svo. Þorir maður að fara út af heimilinu aftur í þessu hverfi?

Kona nokkur sem heitir Jemma Lohr McPherson býr í nágrenni við Bataclan og birti þessar myndir.

Sjá einnig: Bjargaði ófrískri konu í París

„Ég bý við götu sem heitir Beaumarchais en gatan mín var notuð til að hjúkra fólki sem var það heppið að lifa af árásina í Bataclan“

 

"I live on boulevard Beaumarchais which was used to create a field hospital for the people who were lucky enough to make it out of the Bataclan last night."

„Bataclan er hér handan við hornið. Ef þú gengur í 10 mínútur kemurðu á Rue de la Fontaine-au-Roi torgið þar sem eru tveir veitingastaðir og þvottahús sem lentu í kúlnahríð.“

"The Bataclan is just a couple blocks from here. Another ten minutes and you're at the square of Rue de la Fontaine-au-Roi where two restaurants and a laundromat were sprayed with bullets."

„Í tveggja mínútna fjarlægð er Le Petid Cambodge og Le Carillon. Allar árásirnar, nema á Stade de France, voru í litlum hverfum, rétt hjá skrifstofum Charlie Hebdo.“

„Þessir staðir eru alltaf þéttsetnir og Petit Cambodge er mikið til bara gler svo þú getur ekki falið þig.“

"These places would have been packed with people last night. At Petit Cambodge, it's all glass, with nowhere to hide."

„Þarna var gerður mjög góður matur.“

"They made terrific food."

„Við Bataclan eru blóm og kerti í bland við latexhanska og fleiri hjúkrunarvörur. Skópar var skilið eftir á miðri götunni. Mikið af blaðamönnum á ferli en enginn kemst að Bataclan þar sem verið er að vinna að rannsóknum.“

"[At] the Bataclan [...] flowers and candles were mixed in with latex gloves and medical supplies. A pair of shoes was left in the middle of the street. There were tons of reporters but you thankfully cannot get close to the theater, where work is clearly ongoing. I'm not sure how you do that work."

 

Skjöldur sem franska lögreglan notaði til að skýla sér þegar þeir ruddust inn í Bataclan.

„Það er búið að þrífa allt svæðið en götin eftir byssukúlurnar eru allsstaðar. Mikill mannfjöldi er á ferli en algjör þögn er á götunum.“

"The area had been cleaned but bullet holes were evident everywhere. Crowds were growing as the sun set. When I was there, the crowd was absolutely silent."

„Þetta er ekki París.“

"But this is not Paris."

SHARE