Hvernig getur brjóstakrabbamein litið út?

Ég rakst á mynd sem þýtur um internetið þessa dagana eins og eldur um sinu en hún getur gefið hugmynd af því hvernig brjóstakrabbamein getur litið út. Alltaf er talað um hvað mikilvægt er að þreifa brjóstin til að vera vakandi fyrir breytingum og hnúðamyndunum en nú er einnig búið að gera þessa mynd svo við getum verið ennþá meira vakandi fyrir þessum óþverra. Ansi margar æxlis-myndanir geta verið viðráðanlegar ef þær nást á frumstigi og er því gríðarlega mikilvægt að vera sinn eiginn læknir stundum og hlusta á líkama sinn því enginn þekkir hann eins og við sjálf.

Hér má sjá þessa margumtöluðu mynd og legg ég til að þið skoðið hana vel:

3563eddfb5bd7e2c-signs-of-breast-cancer-1484425012

SHARE