Hvernig kom Cameron Diaz sér í form?

Þegar Cameron Diaz var í menntaskóla var venjulegur hádegismatur hjá henni á hverjum degi tvær Taco bell burritos og kók, eins og hún segir frá í nýrri bók sinni The Body book . Hvernig lærði hún að breyta matarvenjum sínum til hins betra? Með þessum einföldu ráðum sem Cameron fjallar um í bókinni, ásamt því hvernig styrkja má líkamann og hugann, af því að eins og hún segir “að vita hvernig þú átt að hugsa um þig eru mikilvægustu upplýsingarnar sem þú getur fengið”.

The body book

Ekki hunsa hungrið!
Þegar maginn á þér urrar þá er líkaminn að segja þér að frumur líkamans séu búnar með næringuna og vanti meiri orku til að starfa og halda þér á tánum. Þegar þú fullnægir ekki hungrinu þá muntu borða hvaða mat sem þú finnur, alveg sama hver hann er. Svo til að koma í veg fyrir að þú borðir yfir þig mælir hún með að þú þaggir niður í sætindaþörfinni um leið og hún byrjar.

Diaz1

Líkami þinn vill vera sterkur.
Cameron trúir því að líkami okkar sé hannaður fyrir framfarir, ekki hvíld – “eðlishvöt þeirra eru að vera kraftmiklir og seigir”. Að sitja kyrr allan daginn stríðir gegn náttúrulegri þörf líkamans fyrir að hreyfa sig. Sem betur fer er einfalt að færa meiri hreyfingu inn í daglega rútínu. Að labba stigann í stað þess að taka lyftuna er til dæmis mjög einfalt.

Diaz2

Agi er besta vopnið.
Agi er grunnurinn að lífinu segir Cameron. Það er hann sem styður þig og veitir stöðugleika og uppbyggingu fyrir allt sem þú gerir. Margir eiga í slæmu sambandi við eigin sjálfsaga. En ef að þú lítur á hann sem vöðva sem þú getur styrkt, þá breytir þú aga í verkfæri sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum – í stað þess að vera eitthvað sem vinnur gegn þér.

Þetta eru engin ný sannindi hjá Cameron, en aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Heimild 

SHARE