Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?

Það getur verið gott að leita til stjörnumerkjanna til að skilja sína nánustu aðeins betur. Reiði er tilfinning sem við þekkjum öll og hér má lesa aðeins um það hvernig hvert og eitt stjörnumerki tjá reiði sína.

 

Steingeitin

Ef þú ert í samskiptum við Steingeit er líklegt að Steingeitin safni upp reiði sinni því hún getur ekki tjáð sig við nokkurn mann þegar kemur að reiði og stressi.

Steingeitin vill frekar vera ein með sína eymd en að missa stjórn á skapi sínu fyrir framan fólkið sem hún elskar. Steingeitin á líka auðvelt með að sleppa tökunum á atvikum.

 

Vatnsberinn

Vatnsberinn kýs að rífast ekki við neinn og ef hann er reiður út í einhvern fær sá aðili bara að finna fyrir því með þögn.

Samt sem áður elskar Vatnsberinn að finna leiðir út úr ágreiningi og stilla til friðar en það getur bara gerst eftir að hann hefur róað sjálfan sig niður.

Sjá einnig: Hvað hræðir þig samkvæmt þínu stjörnumerki?

Fiskurinn

Þegar Fiskurinn tekst á við mótlæti mun hann reyna mjög mikið að sleppa við að lenda í árekstrum. Ef hann á hinsvegar slæman dag getur verið að hann tjái reiði sína með því að gráta og hann á það jafnvel til að fyllast mikilli þörf á að hefna sín, en það fer auðvitað eftir aðstæðum.

 

Hrúturinn

Ef þú átt í samskiptum við Hrút þá er gott að vita að þeir eru mjög fljótir að reiðast og einnig mjög fljótir að ná sér niður. Hrúturinn mun samt forðast það að lenda í slagsmálum eða að æsa sig við aðra.

Hrúturinn á auðvelt með að fyrirgefa svo þú verður bara að gefa honum smá stund til að jafna sig og þá ætti hann að vera tilbúinn að tala við þig aftur.

 

Nautið

Það er erfitt að reita Nautið til reiði en þegar það gerist getur það orðið blindað af reiði í nokkurn tíma. Það þarf að gefa þeim töluverðan tíma til að jafna sig. Forðastu að vera ósanngjarn/gjörn og ótrú/r við Nautið, því það gerir Nautið reiðara en nokkuð annað.

 

Tvíburarnir

Ef þú átt í samskiptum við Tvíbura hefurðu örugglega komist að því að reiði þeirra og niðurbrot getur komið eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Reyndu að reita Tvíbura ekki til reiði því ef þeir reiðast hækka þeir róminn mikið og segja oft á tíðum mjög ljóta hluti. Þeir eru fljótir að fara í vörn ef þú ferð að þræta við þá.

 

Krabbinn

Krabbinn tjáir reiði sína mjög lúmskt. Eina leiðin til að sjá ef Krabbi er reiður út í þig, er ef hann hættir að virða þig viðlits og er ískaldur við þig.

Ef þú vilt hinsvegar ræða málin og komast að málamiðlunum er Krabbinn alveg til í það.

 

Ljónið

Ljónið tjáir reiði sína með snöggum móðgandi athugasemdum í þinn garð. Ljónið notar sérstakan tón þegar það er reitt og „lúskrar á þér“ með orðum.

Jafnvel þó Ljónið sé reitt er það samt til í að komast yfir ágreininginn eins fljótt og auðið er.

 

Meyjan

Það þarf mikið til að reita Meyjuna til reiði en þegar hún verður reið sýnir hún það ekki heldur tekst á við tilfinningar sínar í einrúmi.

Meyjan reynir að komast hjá ágreiningi ef hún getur en ef þú heldur að hún sé reið, ekki reyna að nálgast hana fyrr en hún hefur jafnað sig.

Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?

Vogin

Þegar þú átt í samskiptum við Vog muntu komast að því að hún vill alltaf stilla til friðar þegar ágreiningur á sér stað. Hún gerir hvað sem er til að forðast öll rifrildi þegar kemur að fólkinu í kringum hana.

Oftar en ekki segir Vogin það sem henni býr í brjósti og yfirgefur svo aðstæðurnar áður en einhver svarar henni.

 

Sporðdrekinn

Sporðdrekinn tjáir sig mjög mikið þegar kemur að reiði og það fer ekkert framhjá þér ef Sporðdrekinn er þér reiður.

Sporðdrekinn heldur friðinn opinberlega, fyrir framan annað fólk, en þú mátt alveg búast við því að þurfa að rífast þegar þið eruð orðin ein. Hann fer ekkert í kringum hlutina og segir allt sem í brjósti hans býr.

 

Bogmaðurinn

Það er ekkert að óttast þegar Bogmaðurinn verður reiður. Hann hefur mikið þol þegar kemur að því sem reytir hann til reiði.

Hinsvegar ef þú verður vitni að því að sjá Bogmanninn reiðan skaltu búa þig undir mikla kaldhæðni og jafnvel andlegt ofbeldi.

 

 

Heimildir: higherperspectives.com

SHARE