Hvers vegna hjálpar grænmeti við þyngdartap?

Flestir sem byrja í átaki, hafa á einhverjum tímapunkti verið að borða of mikið, eru þar af leiðandi að reyna að ná sér niður í kjörþyngd aftur.

Það leiðinlegasta við að byrja í “megrun” er að þurfa að borða lítið og líða eins og maður sé að svelta sig.
Það þarf alls ekki að vera tilfellið, jafnvel þótt þú viljir halda hitaeiningunum fáum.
Í maganum eru viðtakar sem skynja þegar matur er að koma ofan í magann. Það skiptir ekki máli hvaða matur það er því þeir skynja ekki hitaeiningar, aðeins magn matarins.
Þess vegna er lang besta hugmyndin að fylla tómarúmið af allskonar grænmeti með hverri máltíð og jafnvel á milli máltíða þegar narttilfinningin skellur á.

Það hjálpar þér að borða sem mest, fyrir sem minnstar hitaeiningar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here