Það var gaman að keyra um götur borgarinnar í gærkvöld og sjá krakka út um allt, undir berum himni. Það er orðið sjaldséð að maður sjái börn úti að leika sér svo þetta var upplífgandi. Það er ALVEG FULLT af börnum á höfuðborgarsvæðinu!! Hvern hefði grunað? 🙂 

Börnin voru náttúrulega ekki í heilsubótargöngu eins og við vitum flest. Þau létu sig hafa þetta til að fara í hús og ná sér í gefins sælgæti. 

Það er því einstaklega vel við hæfi að fara aðeins yfir það hversu mikinn sykur þetta nammi inniheldur.

Sex stykki af Starburst innihalda 3 ½ teskeið af sykri.


Það eru 4 teskeiðar af sykri í tveimur Musketeer mini.


Það eru 3 teskeiðar af sykri í þremur litlum Twix.


Sjá einnig: Hver er ábyrgð kaupmannsins? – Vangaveltur föður um laugardagsnammi

Í einu litlu Snickers eru 1 ½ teskeið af sykri.


Það er líka 1 ½ teskeið af sykri í svona litlum Trolli poka.


Í tveimur rúllum af Sweet Tarts eru rétt rúmar 2 teskeiðar af sykri.


Í einum litlum pakka af Nerds eru 2 ¼ teskeið af sykri.


Sjá einnig: 9 merki um að þú borðir of mikinn sykur

Í þremur Crunch mini eru 3 ½ teskeið sykur.


Það eru rétt tæplega 2 ½ teskeið af sykri í Butterfinger.

Í þessum 3 Marshmallow Monster Peeps eru 4 ⅔ teskeiðar af sykri.


Í Almond Joy eru tæplega 2 ½ teskeið af sykri.


Í fjórum Hershey´s eru 3 teskeiðar af sykri.


Sjá einnig: Sykur, sykur, sykur

Fjögur lítil KitKat innihalda 3 ½ teskeið af sykri.

Þrjú lítil Resse´s Peanut butter innihalda 3 ¾ teskeiðar af sykri.

Í einum skammti af Brach’s Classic Candy Corn eru 4 ½ teskeið af sykri.


Í einum svona litlum Skittles poka eru 2 ¼ teskeið sykur.


Í tveimur litlum pokum af M&M eru 3 ½ teskeið sykur.

Heimildir: Insider.com

SHARE