Stjörnumerkin: Hvert er þitt leynda persónueinkenni?

Við höfum öll mismunandi persónueinkenni sem greinir okkur frá öllum öðrum. Persónuleiki okkar mótast af upplifun og uppeldi og engar tvær manneskjur eru eins.

Hvert stjörnumerki er með falið persónueinkenni sem fæstir vita um og þú talar ekki mikið um.

Hér eru þessi földu persónueinkenni:

Hrúturinn

Sem Hrútur hefurðu stanslausa þörf fyrir að stjórna í öllum hópum.

Ef þú ert ekki með stjórnina frá byrjun, muntu taka stjórnina yfir eins fljótt og auðið er.

Hinsvegar ættirðu að stíga aðeins til baka og íhuga það hvort þú sért til í að eyðileggja fyrir sjálfri/um þér með því að klífa upp á toppinn.

 

Nautið

Þú ert frekar þrjósk/ur og ákveðin/n sem er viðbúið þegar maður eru Naut.

Það sem kemur fólki kannski á óvart er að Nautið elskar fallega hluti eins og skartgripi og litríka blómvendi. Íhugaðu það ef þú ert að fara að gefa Nauti gjöf.

 

Tvíburinn

Sem Tvíburi ertu alltaf til í að skoða allar hlutar málsins. Þú getur átt það til að segja fólki það sem það vill heyra og segir svo eitthvað allt annað þegar þú snýrð þér við.

Þú átt stundum erfitt með að stjórna því sem þú segir. Hinsvegar er mjög mikilvægt fyrir þig að segja frekar bara satt og rétt, en gera það á kærleiksríkan hátt.

 

Krabbinn

Þú hefur mikla samkennd, en það getur dregið frá þér alla orku í lok dags.

Þú byrgir ekki bara þínar eigin tilfinningar inni, heldur byrgir þú tilfinningar annarra innra með þér líka.

Þar að auki þarftu að gefa sjálfri/um þér tíma til að vinna með þínar tilfinningar og neikvæðri reynslu sem þú ert að halda í.

 

 

Ljónið

Þú ert heillandi og lætur engan standa í vegi þínum. Um leið og þú hefur ákveðið eitthvað, er ekki hægt að hagga þér.

Ef þú hefur fundið þinn lífsförunaut, getur verið að þið séuð í „haltu mér slepptu mér“ sambandi og það verður þannig þangað til þú hefur gert þér grein fyrir hvað það er sem þú raunverulega vilt.

 

Meyjan

Þú ert góð, traust og jarðbundin manneskja.

Það er algengt að þú sleppir því að mæta á mannfögnuði til að vera ein/n heima.

Þú vilt frekar bíða eftir tækifærinu til að hitta vini þína eina,  heldur en að láta ókunnuga trufla samveruna ykkar í stórum boðum.

 

Vogin

Þú ert yfirleitt mjög skynsöm manneskja með mikið jafnaðargeð og reynir alltaf að koma eins fram við alla.

Fólk heldur oft að þú sért köld/kaldur, en það er bara ekki rétt. Þú sérð enga ástæðu til þess að fylgja hjartanu þegar hausinn á þér er miklu betri kostur.

 

Sporðdrekinn

Sem Sporðdreki ertu alltaf að leita að sannleikanum og ert góð/ur í að sjá hvort fólk sé að ljúga að þér.

Þú ert ástríðufull manneskja en stundum er ástríðan mjög neikvæð og kemur út sem þráhyggja og afbrýðisemi.

 

Bogmaðurinn

Þú hatar að líða eins og þú sért bundin/n niður.

Þú ert alltaf til í að hætta öllu til þess að fara á vit ævintýranna, við hvert tækifæri. Þú ert með flökkuþrá sem gerir það erfitt fyrir þig að skuldbindast í nokkru sambandi.

 

Steingeitin

Af öllum ert þú líklegust/astur til að ná árangri í þínu af því að þú ert alltaf með markmið í daglega lífinu.

Ef þú byrjar á einhverju, muntu alltaf klára það, þó það taki miklu lengri tíma en þú áttir von á.

Hinsvegar þarftu að muna að sýna maka þínum kærleika alla daga og gleymdu þér ekki í öllum verkefnunum sem þú tekst á við.

Vatnsberinn

Þó þú sýnir það ekki, ertu mjög kærleiksrík manneskja. Þú gerir þér grein fyrir því að þú ert „öðruvísi“ en hinir í vinahópnum, en þú elskar það í laumi.

Þú elskar mannkynið af öllu hjarta en finnur þig ekki knúinn/knúna til að tjá það með dramatískum hætti alla daga.

 

Fiskurinn

Þú ert virkilega listræn manneskja. Sem fiskur elskarðu að syngja, dansa, mála, leika og fleira í þeim dúr.

Þú getur gleymt þér í ímyndunarafli þínu í langan tíma en þú ræður ekki við það. Það er gott að gleyma sér í hugsunum sínum.

Heimildir: Higherperspective.com

 

SHARE