Hvert fór Jenna Marbles?

Jenna Marbles var ein af fyrstu Youtube-stjörnunum sem varð heimsfræg fyrir skemmtileg, fjölbreytt og lífleg myndbönd.

Hún kom aðdáendum sínum illilega á óvart þann 20. júní 2020 þegar hún sagðist ætla að hætta á Youtube og öðrum samfélagsmiðlum og seinna eyddi hún myndbandinu út. Ástæðuna fyrir því að hún eyddi myndbandinu út sagði hún vera að hún hefði hagað sér á hátt sem hafi ekki verið henni til sóma.

Jenna er sjálf ekki að birta neitt sjálf og kærasti hennar, Julien Solomita, virðir hennar viðhorf og er ekki heldur að birta nein myndbönd af henni. Hún heldur þó sambandi við vini og aðdáendur sína í gegnum Dink Fam sem er samfélag sem Julien og hún byggðu upp saman.

Samkvæmt NBC News, sendu Jenna og Julien aðdáanda þeirra til langs tíma, Jessica Hiatt, pakka þegar þau fréttu að hún væir að berjast við banvænt krabbamein.

Hér er svo aðdáandi þeirra sem fékk mynd af sér með þeim.

Svo Jenna og Julien eru í raun bara að lifa venjulegu lífi og njóta þess án þess að vera á Youtube.

SHARE