Hvert í ósköpunum fór fólkið?

Þetta hús er í Kings Langley í Hertfordshire á Englandi og hefur verið yfirgefið í nokkur ár. Heimilið er eins og íbúarnir hafi bara skroppið frá, jafnvel um miðja nótt. Ljósmyndari nokkur, sem ekki vill láta nafns síns getið, fór og tók myndir af þessu dularfulla heimili sem er fullbúið munum og innbúi, en ekkert fólk hefur verið í húsinu í mörg ár.

Úr liggur á borðinu við vaskinn og föt eru á fataslám í svefnherbergi. Fötin eru sum dýr merki eins og Yves St Laurent, Gucci og Louis Vuitton.

Eldhúsið er fullbúið diskum, hnífapörum og tækjum og tólum. Það eina sem er farið að klikka er loftið. Það eru meira að segja diskar í uppþvottavélinni sem búið er að þvo.

Pottaplanta lifir enn og stjörnukíkirinn tilbúinn fyrir stjörnubjarta nóttina.

Á risastóru baðherberginu er stórt baðkar og hálffullar flöskur af sjampó og hárnæringu eru við hlið þess.

Þetta glæsilega píanó er í einu herbergjanna og nóturnar eru tilbúnar.

Annað sem vekur furðu er að borðspil er á borðum og virðist vera að fólk hafi hætt í miðjum leik.

Postulíninu er staflað á borð í setustofunni og skjannahvítir sófarnir til hliðar eru alveg lausir við óhreinindi og ryk.

Ljósmyndarinn sagði að hann hefði aldrei komið í yfirgefið hús sem er í svona góðu ásigkomulagi.

Snókerborð er á svæðinu og 4-5 ryðgaðir bílar eru fyrir utan, þar á meðal Bentley

Póstur er óopnaður og byrjaði að safnast fyrir árið 2016. Því virðist sem húsið hafi verið yfirgefið fyrir 4 árum síðan. Ljósmyndarinn telur að fólkið sem bjó þarna hafi verið frá Rússlandi en hann fann pappíra í húsinu sem bentu til þess.

Hann segir að það sé bókstaflega eins og fólkið hafi farið í miklum flýti. Tannburstarnir eru enn á baðherberginu og föt sem eru enn í plastinu eftir að hafa verið í þurrhreinsun.

Heimildir: trianglenews.co.uk

SHARE