Hvítlauksristaður humar í skel

Hvítlauksristaður humar í skel
Fyrir 4

2 kg stór humar
6 stk. hvítlauksgeirar
300 gr smjör
1 dl Montalto Pinot Grigio hvítvín
2 dl rjómi
1/2 búnt steinselja
olía
salt og pipar

Aðferð

Afhýðið hvítlaukinn saxið niður smátt og saxið steinseljun líka smátt. Kljúfið síðan humarhalana í tvennt og hreinsið humarinn.
Smjörið á að vera bráðið en við stofuhita og hrærið því saman við hvítlaukinn og steinseljuna. Raðið humrinum á disk, látið mjórri endan vísa að miðju og hafið aðeins eitt lag á disknum.

Setjið olíu á vel heita pönnuna og settu allan humarinn sem er á disknum og ýtið honum á pönnuna öllum í einu svo þeir steikist jafnt. Steikist í 1-2 mínútur. Takið pönnuna af hitanum og hreyfið við humrinum. Bætið hvítvíni á pönnuna og látið krauma aðeins og bætið hvítlaukssmjörinu á pönnuna og bræðið við vægan hita. Hellið rjóma á pönnuna og kryddið með salti og pipar og hrærið öllu vel saman.

Gott er að bera brauð fram með þessum rétti, sérstaklega til að ná upp allri sósunni.

 

Screen Shot 2014-09-25 at 12.27.42 PMHljómar þetta ekki vel? Við ætlum að gefa einhverjum einum heppnum humarveislu fyrir 8 manns og Montalto Pinot Grigio til að skola því niður.

Eina sem þú þarft að gera er að skrifa já takk hér fyrir neðan greinina og auðvitað vera vinur Hún.is á Facebook og þú ert komin/n í pottinn. Drögum út á fimmtudag kl 14.

SHARE