Hvor þessarra tvíbura er móðir?

Þessar konur eiga það sameiginlegt að vera tvíburar. Eini munurinn á þeim er að önnur þeirra á barn en hin er barnlaus.

Sjá einnig: Eineggja tvíburar sem eiga allt sameiginlegt – líka kærastann

Talið er að stór hluti mæðra hafa hvorki tíma né pening til þess að dekra við sjálfa sig. Þær hafa mun minni tíma til að hvíla sig og gera vel við sig almennt, en talið er að barnlausar konur hafi að meðaltali helmingi meiri tíma til að hafa sig til á hverjum degi.

Hér eru fjórir tvíburar og önnur þeirra er móðirin. Könnun var gerð á því hvor þeirra liti meira út fyrir að vera bugaða móðirin, gefandi svefn-, tíma- og peningaleysi.

Sjá einnig:Tvíburar sem eiga sitthvorn pabbann

Claire er 49 ára og á einn 13 ára son. Hún segir að hún hafi litið út fyrir að vera mun eldri en Louise systir sín þegar hún var nýbúin að eignast son sinn, en það leið ekki á löngu þar til hún náði sér á strik aftur. Systir hennar hjálpaði henni með soninn, svo hún hefði tíma til að rækta líkama sinn og studdi hana aftur í gamla formið.

TWINS BANNER

Sheena er 31 árs, einhleyp og barnlaus og býr með systir sinni Susan. Fólk telur oft á tíðum að Susan sé yngri en hún, þrátt fyrir að tvíburasystirinn hefur verið móðir frá því hún var 17 ára. Sheena hefur alltaf fundist að systir hennar líti aðeins betur út en hún, þrátt fyrir að vera tveggja barna móðir, en Susan segir að hún sé úrvinda megnið úr deginum.

TWINS 5165.jpg

Kelly er einstæð fertug móðir. Hún býr með 5 ára gömlum syni sínum í London og sinnir ábyrgðarstöðu í vinnu sinni. Hún segir að hún hafi oft horft á barnlausu systir sína, Georgina og fundist hún líta út fyrir að vera þreyttari og bugaðri út en hún.  Kelly hugsar alltaf vel um húð sína, hvorki drekkir né reykir og stundar reglulega líkamsrækt og segir það vera ástæðuna fyrir því að hún líti ekki eldri út en systir sín.

TWINS 5165.jpg

Tarryne er 28 ára og býr með fjögurra ára syni sínum. Hún segir að áður fyrr hafi henni þótt gott að hafa sig vel til og farða sig áður en hún fór út úr húsi, en segir jafnframt að sá tími sé liðinn. Hún þarf að komast með son sinn í skólann á réttum tíma. Þegar hún horfir á tvíburasystir sína, Jade, sér hún gömlu sig og minnir það hana á þann tíma sem hún gat eytt tíma í að hugsa um sjálfa sig. Tarryne finnst systir sín líta líkamlega betur út, vegna þess að hún hefur gengið með barn vegna þess að það hefur sinn fórnarkostnað.

TWINS 5165.jpg

Hvað segið þið – Er mikill munur á útliti þeirra kvenna sem eiga börn og þeim sem hafa meiri tíma til að hafa sig  til?

SHARE