Iðandi rottuplága á ritstjórn Vogue og Vanity Fair

Iðandi rottugangur herjar nú á ritstjórnarskrifstofur glansritanna Vanity Fair og Vogue, sem staðsettar eru á 25 og 26 hæð í húsakynnum Conde Nast í New York.

Sjálf Anna Wintour, aðalritstjóri Vogue,  er flúin af vettvangi og harðneitar með öllu að snúa í húsið fyrr en heilbrigðiseftirlit New York borgar hefur brotið innrás rottana á bak aftur, en hátískuritstjórinn sást yfirgefa bygginguna nú á föstudag, væntanlega stíf af hryllingi og alvörugefin á svip.

.

240333A700000578-2872792-image-m-3_1418517833116

Gríðarlega sjaldgæft er að sjá ritstjóra Vogue án kolsvartra Chanel sólgleraugna

.

Anna, sem orðin er 65 ára gömul, var glæst að venju þegar hún yfirgaf bygginguna án Chanel sólgleraugnanna sem eru aðalmerki ritstjórans, en íklædd hnésíðum parduspels frá haustlínu Givency þetta árið, stormaði hún í burtu í hnéháum leðurstígvélum og sendi slúðurljósmyndurum illt auga.

.

2403356700000578-0-image-a-25_1418491398696

Anna Wintour, aðalritstjóri Vogue, yfirgefur höfuðstöðvar Conde Nast í vikunni

.

Þeir starfsmenn sem enn hafa hugrekki til starfa í á ritstjórn Vogue og Vanity Fair í húsakynnum Conde Nast hafa fengið þau skýru fyrirmæki að taka ekkert matarkyns með í vinnuna og alls ekki að snæða neinn mat við skrifborðin, þar sem slíkt geti laðað fleiri rottur að ritstjórnarskrifstofunum.

Samkvæmt því er heimildir New York Daily News herma, er skýjakljúfurinn nær undirlagður af meindýrum og starfsfólk er eðlilega skelfingu lostið. Að sögn heimildarmanna nöguðu rotturnar sig þannig gegnum loftplöturnar á skrifstofu íþróttaritstjóra og skriðu yfir alt skrifborð mannsins, skitu á mikilvæg skjöl sem þar lágu og nöguðu loks gólfmottu sem lá við innganginn að skrifstofunni duglega, svo þær slyppu undir dyragættina og fram á aðalgang ritstjórnar.

Sjálf gaf Anna út þá formlegu yfirlýsingu í nóvember að hún myndi ekki snúa aftur á ritstjórnina og sinna daglegum störfum sínum annars staðar þar til meindýrin hefðu verið flæmd úr byggingunni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki enn reynst gerlegt að hrekja rotturnar út.

Ritstjóri Vanity Fair, Graydon Carter, hefur þó reynt að sýna hugrekki í þessum annars viðurstyggilegu aðstæðum og hló þannig þegar fréttamenn báru þá spurningu upp hvort staðan væri jafn viðbjóðsleg og ætla mætti:

Þetta eru rottur! Hverju reiknar fólk eiginlega með?

Heimild: nydailynews

Tengdar greinar:

Svona líta höfuðstöðvar Vogue út: Anna Wintour situr fyrir svörum

Anna Wintour tekur ísfötuáskorun: Skríkir eins og smástelpa með rennblautt hár

Kim Kardashian prýðir loks forsíðu Vogue – Myndband

SHARE