Ikea finnur heimili fyrir dýr í gegnum verslanir sínar – Myndir

Ikea er farin að finna heimili fyrir heimilislaus dýr. Í búðum Ikea í Tempe, Arizona og Singapore eru núna hægt að skoða, auk húsgagnanna, heimilislaus dýr. Þau eru á pappaspjöldum í raunverulegri stærð og er búið að koma þeim fyrir í sófum, á teppum og í kojum.

 screen shot 2014-07-15 at 10.39.51 am

Á hverju dýri er svo strikamerki sem viðskiptavinir geta skannað inn, með símanum sínum og þá fá þeir meiri upplýsingar um dýrið.

ikea-adoption-program

„Okkur fannst þetta góð leið til að sýna fólki hvernig þeirra heimili myndi líta út, með dýr á heimilinu,“ segir Becky Blaine markaðsstjóri Ikea í Tempe í samtali við Business Insider.

screen shot 2014-07-15 at 10.39.38 am

Þessi aðferð hefur virkað vel en þau 6 dýr sem hafa verið „til sýnis“ í versluninni í Tempe hafa öll fengið ný heimili að sögn Blaine.

 

SHARE