Inga Sóley segir okkur frá hræðilegu einelti sem hún varð fyrir

Inga Sóley er 12 ára flott stelpa frá Höfn í Hornafirði. Hún sagði á Facebook síðu sinni á dögunum frá hræðilegu einelti sem hún hefur orðið fyrir af skólafélögum sínum í mörg ár. Hér er bréfið sem hún skrifaði til að vekja athygli á vandamálinu.

Í svona 5-6 bekk byrjuðu eldri krakkarnir að vera leiðinlegir og “ráðast á mig” Ég átti vinkonur sem hjálpuðu mér mjög mikið. Allstaðar sem þessir krakkar voru þorði ég ekki að vera. Ég gat næstum ekki gert neitt því þau voru allstaðar. Ég var kölluð ógeðslegum nöfnum, horft á mig og hvíslast um mig daglega. Svo fórum við í nýjan skóla, 7bekkur beið..Þá versnaði þetta og varð ennþá verra. Mér var mikið strítt, en ég vissi ekki útaf hverju. Ég þorði varla að hreyfa mig í skólanum, það var líka kallaði mig ógeðslegum nöfnum “Hóra, mella,tussa” og svona.Ég var farin að halda að það væri bara eitthvað að mér, ég fór að trúa þeim.

Ég reyndi að hunsa þetta og náði að hunsa þetta í smá tíma en svo einn daginn fórum við í íþróttir. Þá var byrjað að horfa á mig og þykjast æla og eitthvað svona, ég reyndi að hunsa það og fór bara aftur inní klefa, Íþróttakennarinn kom til mín og talaði við mig. Ég brotnaði bara niður fyrir framan hann og gat ekki sagt neitt. Ég fékk að fara úr íþróttum en fór þá bara beint til skólastjórans og þurfti að tala við hann, ég þurfti að segja frá öllu, það var mjög erfitt. Mér finnst voðalega erfitt að seigja frá, en það eru bara nokkrar manneskjur sem ég þori að tala við um það. Svo var hringt heim til mömmu og henni sagt frá öllu sem hefði verið að gerast með mig, ég þorði aldrei að tala við mömmu um þetta, talaði ekkert um þetta við neinn. Svo byrjaði mamma eftir símtalið að tala við mig um þetta. Ég sagði henni bara að þetta væri búið að vera mjög lengi í gangi og ég væri alltaf niðurbrotin í skólanum og hérna heima, en ég sýndi það aldrei neitt sérstaklega, ég reyndi að vera sterk. Ég vissi að þetta var byrjað að vera mjög alvarlegt þegar ég þorði ekki að mæta í skólan. Á hverjum einasta degi, var gert grín að mér og ég kölluð ógeðslegum nöfnum, ég þorði bara ekki að vera nálægt neinum.

Ég var lengi búin að hugsa um að mig langaði alls ekkert að vera til lengur! En fór að hugsa að það væri ekki rétt. Það var líkt eins og allir væru að reyna að láta mér líða illa! Ég átti mjög erfiða tíma og grét mig stundum í svefn, mér fannst ég ekki eiga neina vini og fannst ég svo ein. En ég átti auðvitað nokkrar vinkonur sem hjálpuðu mér svo mikið í gegnum þetta allt saman. Daginn sem íþróttatíma dótið gerðist þá grét ég mest allann skóladaginn. Það var svona eineltissfundur einmitt þennan dag, ég lá á borðinu mínu og grét bara. Svo kom matur og vinkonurnar mínar komu til mín og báðu mig um að koma með sér í mat, ég neitaði alltaf að fara í mat, en loksins drógu þær mig í mat. Ég byrjaði að seigja þeim að ég væri hætt að borða..Ég reyndi að fela það heima og reyndi að pína matinn pínulítið ofan í mig til að foreldrarnir myndu ekki fatta það. Ég hætti að hafa lyst á mat! Það er orðið ÓGEÐSLEGA alvarlegt. Það voru allir að stríða mér líka útaf ég var svo feit, ég vissi alveg að það var ekkert satt að ég væri ekkert feit! En ég réði ekkert við þetta og hætti næstum bara að borða. Ég léttist töluvert við það.. Samt héldu allir áfram að seigja að ég væri feit og ljót. Þetta fólk byrjaði að stjórna mér hálfgert, Þau sögðu að ég væri feit, og ég hætti að borða, þau sögðu að ég væri ljót, ég byrjaði að vakna eldsnemma til að reyna að gera mig til. Ég þorði varla út!
Þetta er hræðileg reynsla! vildi bara deila þessu smá með ykkur..
Einleti er ógeðslegt og getur drepið! Það á enginn skilið að vera hræddur við að fara í skólann eða labba útúr húsinu sínu! Ekki leggja í einelti, það eru svo margir dánir utaf einelti! Einelti er það hræðinlegt! Einelti drepur bæði manneskjur og bara persónuleikann!
Takk fyrir að lesa ♥

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here