Allir fataskápar heimsins fölna líklegast við hliðina á fataskáp eða réttara sagt fataherbergi hinnar amerísku Theresu Roamer.

Ef þið hélduð að Carrie Bradshaw úr Sex and City þáttunum og bíómyndunum ætti eftirsóknarvert fataherbergi þá skjátlast ykkur öllum.

Fataherbergið er 278 fermetrar og á þremur hæðum. Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Theresa Roemer fannst kjörið að gera vel við sig og byggði sér því þennan rosalega fataskáp þar sem hún á það til að halda fjáraflanir. Hvaða fyrirtæki eða samtök geta beðið um að fá að halda fjáraflanir í fatarýminu og er Theresa iðinn við að gefa muni úr skápnum til að bjóða upp á fjáröflununum.

SHARE