Ísland fegursti áfangastaður heims samkvæmt lista Forbes

Ísland er ævintýralegasti áfangastaður í heimi samkvæmt nýútkomnum lista Forbes. Listinn ber heitið 10 Coolest Places to Visit In 2015 og trónir Ísland á toppi listans.

Landið er sögð vera sannkölluð vetrarparadís náttúruunnenda og nefnir Forbes þar til sögunnar Deplar Farm sem mun vera nýr lúxusgististaður sem rís á norðanverðu landinu og hefur starfsemi sína árið 2016.

„Ísland, sem að stórum hluta er óbyggilegt, er að sögn heimkynni trölla og álfa sem ráfa um snarbrattar hlíðar, stíga villtan dans á jökulsprungum, baða sig í náttúrulegum, heitum lindum og klífa þokukennda fjalltoppana. Einhverra hluta vegna, virðist allt þetta og meira til mögulegt, þegar komið er til Íslands. Að ferðast til Íslands er eins og að stíga inn í samhliða vídd þar sem hvert augnablik er þrungið ævintýraþrá, ótrúlegu landslagi, þjóðsögum og ánægjulegum augnablikum sem koma á óvart. Allar þessar upplifanir eru til þess fallnar að endurvekja trúnna á töfra að nýju.”

Þá segir Owen Gaddi,, ferðamálafrömuður sem starfar hjá lúxusferðaskrifstofunni Absolute Travel einnig að úrval vetraríþrótta veiti Íslandi enn fremri sérstöðu sem lúxusáfangastaður þeirra sem vilja njóta óspilltrar náttúru og og þjónustu í hæsta gæðaflokki. Telur Owen þar á meðal siglingar á kanó eftir straumhörðum ám Íslands, laxveiði, köfun, hellaskoðanir og gullfallegar gönguleiðir sem helstu valmöguleika þeirra sem vilja njóta fegurðar eyjunnar í norðri til fullnustu.

Sem flestum er kunnugt munu Carter hjónin, þau Beyoncé og Jay Z, vera stödd á Íslandi núna ásamt föruneyti og því ekki úr vegi að ætla að spá Forbes muni nokkuð glögg, en mikill fjöldi fyrirfólks mun á leið til landsins til að fagna afmæli rappmógúlsins sem rennur upp á morgun, þann 4. desember.

Lista Forbes má lesa hér

Beyoncé og Jay Z væntanleg til Íslands í desember

3 ljósmyndarar fóru til Íslands

SHARE