Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue

Tískuheimurinn hefur í áraraðir ekki haft mikið pláss fyrir holdamiklar fyrirsætur og hafa þær grennstu ráðið ríkjum til dagsins í dag. Ákveðin vitundarvakning hefur þó átt sér stað síðustu ár og virðast sífellt fleiri lesendur gera sér grein fyrir því  hversu röng skilaboð þessi tískutímarit senda frá með því að birta kvenmenn einungis í holdafarslegu ljósi.

Fyrr í þessari viku olli grein um fyrirsætuna Myla Dalbesio í tímaritinu Elle miklu fjaðrafoki eftir að henni var lýst sem „plus size“ og því flokkuð í yfirþyngd en hún er í stærð 40 samkvæmt evrópskum stærðum. Tímaritið var harðlega gagnrýnt en bandaríska Vogue greip tækifærið og birti líklega fyrsta myndaþáttinn sinn þar sem fyrirsæturnar eru „plus size“. Fyrirsögnin á myndaþættinum hljómar svona: „Give me a D! Give me an F! Because Gorgeous Bras Come in All Shapes and Sizes.“

Íslenska fyrirsætan Inga Eiríksdóttir sem hefur náð miklum árangri í fyrirsætuheiminum er ein af fyrirsætunum í þessum myndaþætti Vogue. Þegar Inga hóf fyrirsætuferilinn átti hún í fullu fangi með að halda sér í því þar sem tískuheimurinn kallaði réttu þyngdin fyrir hana.

Inga sagði í viðtali við bresku vefsíðuna Daily Mail að hún hafi reynt allt til þess að léttast en það var aldrei nógu gott. Einn daginn stakk svo einhver upp á því við hana að hún gerðist fyrirsæta í yfirþyngd og þá má segja ferillinn hennar hafi farið á flug.

vogue7

vogue8

vogue7

vogue6

vogue5

Inga Eiríksdóttir

vogue4

vogue3

vogue2

 

inga1

SHARE