Íslensk kona deilir reynslu sinni á „Swinger-senunni“

Júlía kom í hlaðvarpið Fullorðins sem ég og Alrún Ösp erum með og sagði okkur frá reynslu sinni á „Swinger-senunni“, sem hún og maðurinn hennar hafa stundað í áraraðir. Konan heitir ekki í alvöru Júlía en vill ekki koma fram undir nafni til að verja aðstandendur sína og passa upp á sitt eigið orðspor.

Júlía segir okkur frá því að hún hafi verið mjög áhugasöm um kynlíf frá því hún varð kynþroska og hafi fundið fyrir því að hún hafi verið áhugasamari en vinkonur hennar. Það var svo þegar hún kynntist manni sínum sem hún á í dag, að hún ákvað að nefna hugmyndina um að „swinga“ við hann. Hún segir að hann hafi orðið svolítið hissa þegar hún nefndi þetta en þau hafi svo brotið ísinn úti í Amsterdam þegar þau fóru á „Swinger-klúbb“.

Þegar inn á klúbbinn var komið segir hún að öryggisvörður hafi sýnt þeim klúbbinn. Þarna voru leiksvæði, opin og lokuð, bíósalur, sturtur og klúbburinn hafi verið svolítið eins og að koma í heilsulind.

Júlía deilir sinni reynslu með okkur í klukkutíma löngum þætti og hægt er að hlusta á hann í áskriftarleiðinni okkar, sem kostar rúman 1000 kall, 1.069 krónur á mánuði. Þú getur sagt upp hvenær sem er og það er engin binding.

Fleiri áhugaverð viðtöl í áskrift eru til dæmis:

Birna Ólafsdóttir – Eiginkona fanga á Litla-Hrauni

Kynlífssnauð sambönd – Algengara en fólk gerir sér grein fyrir

SHARE