Íslensk listakona vekur heimsathygli fyrir grímur sínar

Íslenska listkonan og námsmaðurinn Ýrúrarí gerði þessar grímur í sóttkvínni upp á síðkastið en hún hefur prjónað allt sitt líf.

Ýrúrarí gerði nokkrar skemmtilegar grímur sem hafa vakið gríðarlega athygli jafnt hérlendis og erlendis.

Í samtali við The Reykjavik Grapevine sagði Ýrúrarí:

„Dagsdaglegt líf allra hefur breyst á sama tíma. Þetta er eitthvað sem við erum öll að upplifa, mismikið, svo ég held að við getum öll tengt við verkin á einhvern hátt.“

Glæsilegt hjá henni!

Einnig segir hún að við séum öll að takast á við ástandið í heiminum á mismunandi hátt og segir að prjónaskapurinn hjálpi henni að „halda geðheilsunni“.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here