Íslenskar stúlkur gefa heimilislausum manni peninga – Myndband

Stelpurnar í 4. flokki Stjörnunnar í Garðabæ spiluðu á alþjóðlegu móti í Helsinki Cup í Finnlandi í júní síðastliðnum og stóðu sig með prýði.

Í þessari ferð sáu þær heimilislausan mann og tóku sig til og hófu upp raust sína í miðri Helsinki og söfnuðu peningum í húfu sem þær fóru svo með til mannsins þar sem hann sat á gangstéttinni.

SHARE