Íslenski áhugaljósmyndarinn hefur haft samband við fjöldann allan af stelpum – nýjar upplýsingar

Eftir umfjöllun sem Hún.is birti fyrr í dag hér um svokallaðan áhugaljósmyndara sem reynir að fá barnungar stelpur í nektarmyndatökur, hafa okkur borist fjöldinn allur af skilaboðum frá stelpum sem í honum hafa lent. Við töluðum bæði við stelpurnar sjálfar og svo einn aðstandanda sem á 15 ára frænku sem fékk gróf skilaboð frá honum. Meðal þess sem við fengum að heyra voru skilaboð sem hljóðuðu svo:

“Ertu shy? nei reyndar ekki en maður veit ekki ef eg myndi spyrja þig um hvort þu myndir þora ef þu værir á strönd ber að ofan td bara bikini buxum td og e-h töff i þa áttina værir þú til?”

“Værir þú til í töku nakin að ofan og í g-streng ef ég borgaði þér 100 þús?” 15 ára stúlka

“100 þúsund fyrir nektartöku” stelpa sem var 15 ára á þeim tíma.

Hér fyrir neðan er svo skjámynd af samtali sem hann átti við 15 ára stúlku!

Við höfum sent ábendingu til lögreglu með þeim upplýsingum sem við höfum fengið þar sem við getum ekki nafngreint manninn opinberlega. Það er svo í lögreglunnar höndum að vinna úr þeim upplýsingum sem hún fær. Nafnið á manninum er ljóst og lögreglan hefur það undir höndunum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here