Íslenskt og spennandi hráefni á notalegum stað

Ég gerðist svo djörf, aldrei slíku vant, að fara út að borða á dögunum. Við ákváðum að kíkja á veitingastað sem við höfðum aldrei farið á áður og heitir Haust. Haust opnaði í fyrra, en formlegt opnunarpartý var seinasta miðvikudag en staðurinn er á stærsta hóteli landsins, Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg, Þórunnartúni 1.21621673515_f850523013_k

Það sem vakti fyrst athygli mína þegar ég kom þarna inn var viðkunnanlegi þjónninn sem tók á móti okkur og tók jakkana okkar eins og þarna væri kóngafólk á ferð. Mjög notalegt að fá svona þjónustu verður að segjast.

Salurinn var ótrúlega notalegur og fallegur og manni leið umsvifalaust eins og maður væri komin í örugga höfn og allt utanaðkomandi áreiti gæti bara beðið fyrir utan. Mjög þægilegt!  Ljósin á staðnum og tréverkið á staðnum vakti sérstaka athygli mína enda mjög flott hönnun hér á ferð. Staðurinn var svo hannaður af Leifi Welding.

IMG_20160428_202259sn

Það sem mér finnst mikilvægast af öllu að miðla til ykkar er að maturinn á þessum stað var einn sá besti sem ég hef borðað og fólkið sem með mér var, var alveg sammála mér. Við fengum heimabakað brauð á undan sem var alveg svakalega gott. Við fórum svo í óvissuferð og fengum hvern réttinn á fætur öðrum sem var hver öðrum betri.

Við fengum í byrjun forrétt sem er tvær týpur af kartöflum, blálandsdrottningu og venjulegar kartöflur, laukur og smjör. Þetta var svo sjúklega gott að við vorum alveg sammála um að við gætum borðað þetta sem aðalrétt.kartoflurunnid

Eitt besta kjöt sem ég hef fengið var svo folaldakjötið sem við fengum í aðalrétt. Það var svo dúnmjúkt og svo vel eldað að við vorum öll alsæl með þetta. Við fengum æðislegt vín með öllum réttunum sem passaði svo vel við hvern rétt og sérvalið af kostgæfni. Eftirrétturinn var svo mjög ferskur og setti algjörlega punktinn yfir i-ið.

Mér fannst ótrúlega gaman hvað kokkurinn, Jónas Oddur Björnsson, notaði mikið af íslensku hráefni og notaði margskonar krydd og jurtir sem gerðu góðan mat, enn betri. Þetta var í alla staði æðislegur staður, frábært og vinalegt starfsfólk og einstaklega góður matur.Haust-Kokkur-3242-Final

SHARE