Íþróttakonur og menn sitja nakin fyrir tímarit ESPN – Myndir

Bernard Hopkins, hnefaleikakappi

Tímarit ESPN gaf út nýtt tölublað nú á föstudaginn sem var helgað líkömum íþróttastjarna. Þessi útgáfa af blaðinu er gefið út árlega en þá sitja íþróttastjörnur naktar fyrir tímaritið og myndirnar ákaflega glæsilegar.

Á meðal íþróttakvenna og manna sem prýða síður tímaritsins þetta árið má nefna sundkappann Michael Phelps, tennis stjörnuna Venus Williams og snjóbrettastelpuna Jamie Anderson.

Myndirnar þykja afar smekklegar þrátt fyrir að stjörnurnar sitji nakin fyrir en Bandaríkjamenn eru mjög viðkvæmir fyrir nekt í fjölmiðlum.

 

SHARE