Jafn mikilvægt og að gefa börnunum að borða

Ketill Sigurður Jóelsson er 28 ára gamall, fjögurra barna faðir. Hann skrifaði þessa færslu á Facebook þar sem hann vill hvetja aðra foreldra til að láta bólusetja börnin sín en sjálfur segir hann að öll hans börn hafi fengið bólusetningu. Hann sagði í samtali við Hún.is að honum finndist bólusetning vera jafn mikilvæg og að gefa börnunum að borða og veita þeim menntun: 

 

 

10999909_10153062296195979_3738435417242977433_n

 

Dóttir mín hún Sigríður Lilja fer í Mislingabólusetningu í dag, hún er orðin 18 mánaða og hefur náð aldri til þess. Þetta er góður tími til þess að skoða það af hverju hún er að fara í bólusetningu

1980 – 2.600.000
2000 – 544.200
2013 – 145.700

Þetta er fjöldi manns sem dó vegna Mislinga á þessum árum. Mest börn 0-5 ára.
Núna lítur allt út fyrir það að ákveðin % af heimsbyggðinni misskilji um hvað þetta snýst og af hverju við erum að standa í því að bólusetja. Ég veit ekki hvernig við breytum þessu. Þessi sama % hefur engan áhuga á því að kynna sér málefnið og fer í vörn sé þetta rætt og við vitum öll að það einungis herðir trú þeirra á því að bólusetningar séu slæmar.

Núna er staðan sú að í löndum þar sem mislingar voru hættir að koma fram er tilfellunum að fjölga. 2015 er akki neitt til þess að vera stoltur af… Þýskaland, USA og Danmörk eru öll að takast á við útbreiðslu mislinga það sem af er árs.

Hverjir eru það sem eru að veikjast?

Þeir sem eru óbólusettir veikjast í 90% tilvika komist þeir í snertingu við veiruna.
Síðan eru sirka 2-3% af þeim sem eru bólusettir gegn veirunni næstir.

Síðast en ekki síst þá eru það börn sem ekki geta fengið bólusetningu vegna einhverra líkamlegra kvilla eða einfaldlega eru of ung ennþá. 90% þeirra sem komast í snertingu við veiruna veikjast og oftast kemur þessi hópur verst út því þau eru veik fyrir eða mjög ung.

1-2% (0,2-30% fer eftir landi og heilsu) þeirra sem fær mislinga deyr. – Allir sem fá mislinga þurfa að vera heima hjá sér í 20+ daga og fá háan hita og ógeðsleg útbrot fyrst í andlit og svo allan líkamann. Þessu fylgir oft lungnabólga, heilabólga og annað ógeð.

Á Íslandi eru sirka 32.000 börn á aldrinum 0-6 ára.
10% bólusetur ekki, það gera 3.200 börn
1/3 af þeim sem eftir eru eru enn of ungir til þess að fá sprautu eða mega það ekki. Það eru 10.560 börn til viðbótar.

Segjum sem svo að mislingafaraldur kíki nú við á litla saklausa Íslandi, 17.865 börn á aldrinum 0-5 ára eru óbólusett.

Segjum að 40% þeirra komist í snertingu við veiruna… 5.360 börn. þar af smitast 90% eða 4.823 börn

4.224 börn með mislinga… það gera 84 (8 meðað við 0,2%) dauðsföll af völdum mislinga. Sjúkdóms sem hefur ekki náð fótfestu á íslandi í 20 ár eða eitthvað.

Nú spyr ég: Hver vill taka að sér þessa ábyrgð? Þetta er að minnsta kosti það sem þeir sem ákveða að bólusetja ekki eiga að undirbúa sig til þess að hafa á samviskunni. Þetta fólk getur svo deilt þessari skömm með öllum þeim sem segja það einkamál hvers foreldris hvort það bólusetur eða ekki og þeim sem tala gegn bólusetningum á eitthvern hátt.

Megið endilega deila þessu því best er ef þeir sem eru í vafa geti núna ákveðið frá þægilegheitum heimilis síns og tekið rétta ákörðun. Haft samband við heimilislækninn sinn og kippa þessu í lag.

1489215_10153028882275979_697819536637161607_n

 

Ketill Sigurður

SHARE