Jafnvægi vinnu og einkalífs

Jafnvægi vinnu og einkalífs er viðfangsefni okkar flestra. Að „jöggla“ vinnu, fjölskyldu, námi, félagslífi, heimilisstörfum, líkamsrækt, áhugamálum og öllu hinu er mikil jafnvægislist. Samkvæmt skýrslu OECD er Ísland í sjötta neðsta sæti yfir lönd sem hafa gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Jafnvægi vinnu og einkalífs er okkur öllum mikilvægt. Hvað þú átt að gera til að skapa það jafnvægi sem þú þarft? Hvað er í forgangi? Á hvaða mikilvægu sviðum í lífinu viltu ná meira jafnvægi? Hvernig býrðu til og hrindir í framkvæmd áætlun sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum og ásættanlegu jafnvægi?

Komdu á ókeypis 90 mín. vinnustofu hjá Dale Carnegie og náðu jafnvægi vinnu og einkalífs

Vinnustofan gefur þér tækifæri til að meta:

– Hve mikið jafnvægi/ójafnvægi er í lífi þínu.

– Skilgreina þau svið sem eyða má minni eða meiri tíma í.

– Gera áætlun um hvernig koma má vinnu og einkalífi í betra jafnvægi.

Flest stefnum við á að ná jafnvægi í lífi okkar. Við viljum eyða hæfilegum tíma í hvert svið lífs okkar. Engu að síður finnst okkur oft sem líf okkar einkennist af ójafnvægi. Vera má að ójafnvægið orsakist af tímabundnum aðstæðum. Í öðrum tilfellum er þetta ójafnvægi viðvarandi ástand. Við ættum að skoða hvers vegna og greina hvert við beinum orkunni og hve miklum tíma við verjum í hvert svið lífs okkar.

Smelltu hér og skráðu þig.

 

Tengdar greinar:

Lenti í alvarlegu bílslysi og þurfti að endurhugsa framtíðina

„Við eigum öll okkar fortíð“

Náðu fram því besta í fari þínu hjá Dale Carnegie

 

SHARE