Jarðarberjapæja með epli, súkkulaði og „cruncy“ topp

Þessi pæja er alveg svakaleg bomba. Æðislega góð og slær alltaf í gegn. Hún kemur frá Matarlyst á Facebook og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

Hráefni

400 g jarðaber
1 epli
1 msk sítrónusafi
2 msk flórsykur
1 msk maizena mjöl eða kartöflumjöl
100 g súkkulaði t.d suðu, rjóma eða toblerone

Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur. Skerið jarðarber í ca fernt, skerið eplið smátt niður, setjið í eldfast mót (ekki of stórt) gott er að smyrja formið að innan með smá olíu. Kreistið sítrónusafa yfir, blandið saman. Setjið flórsykur og maizena mjöl yfir blandið vel saman. Saxið niður suðusúkkulaði og sáldrið jafnt yfir formið. Útbúið „cruncy“ topp.

Cruncy toppur

Hráefni

200 g smjör við stofuhita
4 ½ dl hveiti
1 ½ dl haframjöl eða kókosmjöl
1 dl sykur

Aðferð
Setjið öll hráefnin saman í skál, vinnið saman í höndum þar til smjör(við stofuhita) hefur samlagast þurrefnum. Sáldrið deiginu jaft yfir formið. Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 40 mín. Berið fram með ís kjörís með súkkulaðibitum er mitt uppáhald og eða þeyttum rjóma.

SHARE