Jarðneskar leifar Whitney Houston og Bobbi rannsakaðar

Whitney Houston og Bobbi Kristina Brown verða grafnar upp til rannsókna að beiðni fjölskyldu þeirra. Fjölskyldan telur að konurnar geti hafa verið myrtar og vilja fá sannanir þess efnis. Nick Gordon, fyrrum kærasti Bobbi Kristina, er talin hafa komið að andlátum þeirra og var nýverið dæmdur ábyrgur fyrir andláti Bobbi af Hæstarétti Georgíu.

Whitney Houston lést á hótelherbergi í Beverly Hills árið 2012 og Bobbi lést árið 2015. Báðar fundust þær mikið marðar á líkama, í baðkörum. Þær voru báðar með fíkniefni í æðum sínum.

Eftir að Whitney lést, hafði fyrrum mágkona hennar, Leolah Brown, miklar áhyggjur af velferð Bobbi.

Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Nick var viðstaddur þegar marinn líkami Whitney fannst í baðinu og hann var líka viðstaddur þegar marinn líkami Bobbi fannst í baði. Það vakti strax grunsemdir. Yfirvöld verða að grafa upp jarðneskar leifar kvennanna og rannsaka það í þaula hvað olli dauða þeirra.“

Sjá einnig: Heimili Bobbi Kristina til sölu

Paul Huebl, sem er einkaspæjari í Hollywood hefur einnig kallað eftir því að jarðneskar leifar þeirra verði rannsakaðar aftur og sagði: „Mig grunar að Nick hafi komið að þessu, það er ekki spurning,“ sagði hann. „Hann var alltaf í kringum þær og sleppti ekki tökunum af Bobbi.“

Bobbi fannst, látin, í baði á heimili sínu þann 31. janúar árið 2015. Rétt áður hafði Nick lamið hana mjög illa, í tvígang og lamdi meira að segja úr henni tvær tennur. Bobbi var í dái til 26. júlí og lést aðeins 22 ára gömul. Í krufningarskýrslu hennar er skrifað að „ástæða andlátsins sé ekki kunn vegna þess að ekki sé vitað hvernig hún endaði í baðkarinu.“

 

Í krufningarskýrslu Whitney eru dánarorsök sögð vera „drukknun vegna neyslu kókaíns.“

 

Fyrir tæpum tveimur mánuðum var Nick fundinn ábyrgur fyrir dauða Bobbi og sektaður um 10 milljónir dollara en hann er sagður hafa misnotað Bobbi og stolið þúsundum dollara. Hann hefur alltaf neitað allri ábyrgð og sagst hafa reynt að lífga Bobbi við þegar hann hafði dregið hana upp úr baðinu. „Vildi ég að ég hefði getað gert meira? Auðvitað. Guð minn góður, sektarkenndin er hræðileg. En að segja að ég hafi valdið dauða þeirra, af því ég var þarna nálægt er ekki sanngjarnt,“ sagði Nick.

 

 

 

Frænka Bobbi, Leolah, sagði að viss ný rannsókn muni ná þeim seka. „Þegar allir punktarnir hafa verið tengdir saman, verður hinn seki lokaður inni fyrir lífstíð,“ sagði Leolah.

 

SHARE