Jason Momoa í umferðarslysi

Jason Momoa lenti í árekstri snemma á sunnudagsmorgun nærri Calabasas í Kaliforníu.

Leikarinn var í bílnum sínum og lenti í áresktri við mann á mótorhjóli. Samkvæmt heimildum heitir maðurinn á mótorhjólinu Vitaliy Avagimyan og þegar slysið átti sér stað hafði hann óviljandi farið yfir miðlínu götunnar. Bíll Jason og hjólið skullu saman.

Sem betur fer fór allt betur en á horfðist og mennirnir sluppu báðir við alvarleg meiðsli.

SHARE