Jennifer Aniston ófrísk – Og kannski með tvíbura?

Í nýjasta tölublaði OK! er forsíðumyndin af hinni 43 ára gömlu Jennifer Aniston og stendur við myndina af henni „Gerir sig tilbúna fyrir tvíbura“. Á forsíðunni stendur líka að Jennifer ásamt unnusta sínum Justin Theroux séu farin að gera barnaherbergið tilbúið og séu búin að ákveða hverjir verði guðforeldrar barnanna.

Í blaðinu er haft eftir Jennifer: „Já ég er ófrísk af tvíburum. Ég er í skýjunum!“ Einnig er haft eftir heimildarmanni blaðsins að Jennifer hafi farið í tæknifrjógvanir sem hafi reynst henni erfiðar og hafi loksins orðið heppin, tvöfalt heppin.

Áður hafa komið falskar fréttir af því að Jennifer sé ólétt svo við seljum það ekki dýrara en við keyptum það, en það virðist sem þessi forsíða sé auglýst á heimasíðu OK! svo kannski er þetta bara satt!

Screen shot 2013-01-19 at 02.29.01

Screen shot 2013-01-19 at 02.30.54

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here