Jennifer Lawrence er að fara að gifta sig

Jennifer Lawrence er að fara að gifta sig um helgina, unnusti hennar er Cooke Maroney. Þau réðu sér brúðkaupsskipuleggjanda, Mark Seed, og hann hefur augljóslega lagt sig allan fram við að skipuleggja veisluna.

Matseðillinn er stórglæsilegur og verður meðal annars boðið upp á litlar kökur úr sætum kartöflum, rósakál með eldaðri eggjarauðu, reykta svínakjöt með súrsuðum eplum og saltaða þorskteninga í forrétt. Í aðalrétt verður boðið upp á viðarsteiktan fisk með kryddjurtum og sítrónusmjöri eða nautaskanka með ljúffengri sósu. Auðvitað verður líka allskyns grænmeti á boðstólnum eins og ristaðar gulrætur, reyktar kartöflur og fleira.

Drykkir verða ekki af verri endanum en það verða viskýkokteilar og gin gúrku og lavender kampavín.

Eftirrétturinn kemur svo heitur. Súrdeigsbrauðsbúðingur, með súkkulaði, saltaðri karamellu og fersku epli. Einnig djúpsteiktir ávextir með bourbon rjóma, kanilsykri og heimagerðum s’mores.

SHARE