Jennifer Lawrence lætur blaðamann heyra það

Jennifer Lawrence (25) kallar ekki allt ömmu sína. Hún fékk Golden Globe verðlaunin í gær fyrir besta leik í gamanmynd, en hún virtist ekki vera í sínu besta formi þetta kvöld því hún lét blaðamann heyra það.

Þetta byrjar á því að blaðamaðurinn, sem greinilega talaði ekki mjög góða ensku spyr: „How do you see yourself for the Oscars?”, eins og hann væri að reyna að fá hana til að tjá sig um Óskarsverðlaunin sem verða veitt 28. febrúar. Jennifer grípur fram í fyrir honum og segir: „You can’t live your whole life behind your phone, bro. You just can’t do that. You gotta live in the now.” Blaðamaðurinn hlær vandræðalega og biðst afsökunnar en hann er örugglega með spurningarnar skrifaðar í snjallsímann sinn og tekur örugglega upp svörin.

 

Sjá einnig: Jennifer Lawrence segir frá vandræðalegum atvikum

Blaðamaðurinn reynir aftur: „How do you see yourself for the Oscars night?”  og þá grípur Jennifer orðið aftur og segir með þónokkrum leiðindum:  „We’re at the Golden Globes. If you put your phone down, you’d know that.” Allir fara að hlæja og öll atburðarásin er orðin mjög vandræðaleg.

Þið getið séð þetta hér í myndbandinu:

 

Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Er hún of grimm við hann eða ekki?

 

SHARE