Jennifer Lopez og Ben Affleck rífast á almannafæri

Ben Affleck og Jennifer Lopez sáust eiga í „spennuþrungnu“ samtali nokkrum dögum áður en ljósmyndarar á rauða dreglinum náðu þeim í miðju rifrildi.

Á nýjum myndum og myndböndum sem DailyMail.com birti, sáust Ben og Jennifer á keyrslu um Beverly Hills á svörtum jeppa Bens fyrr í þessum mánuði.

Ben var undir stýri og sást veifa höndum á meðan hann talaði við Jennifer. Sá sem náði myndunum af þeim sagði að það hefði litið svo út að Ben hafi verið reiður og mikið niðri fyrir og Jennifer hafi virkað döpur.

Heimildarmaður sem þekkir til hjónanna segir þó að Ben sé mikill sögumaður og tali oft af mikilli innlifun og noti allan líkamann við það.

 

Sjá einnig:

Kindur eru ekki bara kindur

Kindur eru að mínu mati krúttlegar skepnur sem koma manni skemmtilega á óvart. Þessar myndir eru ótrúlega skemmtilegar og sýna kindur í nýju ljósi. Áhugaverðir

Read More »
SHARE