Jennifer Lopez tekur niður trúlofunarhringinn

Jennifer Lopez hefur verið gjörn á að vilja sýna risastóra demantshringinn sem unnusti hennar, Alex Rodriguez, gaf henni í tilefni trúlofunar þeirra. Sögur hafa verið í gangi um að samband Jennifer og Alex sé ekki að ganga vel og að þau séu jafnvel búin að slíta trúlofuninni. Sú saga hefur fengið byr undir báða vængi eftir að Jennifer birti myndir á Instagram síðu sinni þar sem hún er ekki með hringinn.

Sjá einnig: Kris Jenner tjáir sig um skilnað Kim og Kanye

Alex fór á hnén í ferð þeirra skötuhjúa á Bahama í mars árið 2019.

Alex hefur alltaf verið duglegur við að setja athugasemdir á myndir Jennifer um hvað hún sé heit og fallegn en ekkert slíkt hefur verið sett á nýjustu myndir söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Sagan segir að þau séu búin að slíta trúlofuninni en um miðjan mars kom sameiginleg yfirlýsing frá þeim þar sem þau segjast vera að vinna í sambandi sínu og neituðu að vera hætt saman.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here