Það helsta í slúðurfréttunum eftir þessa helgi var að sjálfsögðu brúðkaup rapparans Kanye West og raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Fleiri stjörnur komust þó í fréttirnar en leikkonan Rachel Bilson frumsýndi óléttukúluna sína á Barabdos í síðustu viku en hún og leikarinn Hayden Christensen eiga von á sínu fyrsta barni í lok árs.

article-0-1E3A20C700000578-593_634x926

Söngkonan og fatahönnuðurinn Jessica Simpson er í fanta góðu formi þessa dagana en eftir tvær meðgöngur og miklar sveiflur í þyngd virðist Jessica vera búin að ná stjórn á þyngdinni. Jessica og unnusti hennar Eric Johnson eiga saman stúlkuna Maxwell sem er 2 ára og strákinn Ace sem er 11 mánaða. Í gegnum fyrstu meðgönguna þyngdist Jessica mikið og stuttu eftir fæðingu Maxwell skrifaði hún undir samning við Weight Watchers í Bandaríkjunum þess efnis að hún gerðist talsmaður fyrirtækisins. Einungis 5 mánuðum eftir fæðingu Maxwell varð Jessica aftur ólétt en lét það ekki stoppa sig í að ná heilbrigðari þyngd með hreyfingu og hollara mataræði.

article-2640297-1E3BC8F900000578-269_634x932

SHARE