Johnny Depp tárast vegna 7 mínútna hyllingar

Kvikmyndahátíðin í Cannes 2023 var mjög tilfinningaþrungin fyrir Johnny Depp. Opnunarkvöld þessarar alþjóðlegu kvikmyndahátíðar var á þriðjudag og þá var frumsýnd myndin Jeanne Du Barry, sem Johnny leikur stórt hlutverk í.

Eftir frumsýninguna stóðu áhorfendur upp og klöppuðu í 7 mínútur og mátt sjá Johnny tárast, en þetta er fyrsta verkefni hans eftir málaferlin milli hans og Amber Heard.


SHARE