Nýjar myndir af Johnny Depp valda aðdáendum áhyggjum

Nýjar myndir birtust nýverið af Johnny Depp þar sem hann var að koma fram á tónleikum í New York, en hann gaf út plötu með gítarleikaranum Jeff Buck. Þeir hafa verið á tónleikaferðalagi í Evrópu og Bandaríkjunum.

Johnny heilsaði upp á aðdáendur fyrir tónleikana, sat fyrir á myndum og gaf eiginhandaráritanir. Það vakti þó mikla athygli að Johnny var ekki með neitt skegg og alveg eins og barnsrass í framan.

Margir höfðu áhyggjur af því að Johnny væri að glíma við veikindi og miklar vangaveltur fóru af stað varðandi það. Sú ástæða sem þykir þó líklegust er að hann hefur verið að leika í King Louis XV konung Frakka en tökum lýkur í lok október.

SHARE