Jóladagatal 10. desember – Út að borða á Burro

Það er aðeins einn dagur í það að Stekkjastaur komi til byggða og krakkarnir fara að fá litla glaðninga í skóinn sinn á nóttunni. Í dag ætlum við að gefa gjafabréf á einn vinsælasta matsölustað borgarinnar.

Burro 05186

Burro er nýr matsölustaður í miðborginni sem sækir fyrirmynd sína til matarmenningarinnar í Mið- og Suður Ameríku.

Matseðillinn á Burro er uppsettur þannig að það er auðvelt að deila með öðrum og því verður til heimilisleg og notaleg stemning þegar maður fer út að borða þar.

Það eina sem þú þarft að gera til að vera með í þessum bráðskemmtilega leik er að skrifa hér fyrir neðan „Burro já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá gjafabréf fyrir 10.000 kr að gjöf.

SHARE