
Það eru aðeins 4 dagar til jóla og klárlega að koma tími til að klára það sem klára þarf og einbeita sér að því að fara að njóta jólanna. Jólin eiga ekki að vera streita og þreyta heldur gleði og notalegheit.
Við hjá Hún.is höfum alltaf gaman að því þegar íslenskir hönnuðir koma með flottar vörur á markaðinn. Við tókum því auðvitað eftir því þegar Thomas Stone úrin komu í sölu nýlega. Að baki þessari hönnun eru þrír vinir með ólíkan bakgrunn. Þeir eiga það samt sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á úrum og hönnun ýmissa fylgihluta.
Eftir margra mánaða undirbúningsvinnu og heilabrot fæddist fyrsta gerð Thomas Stone úralínunnar, The Marble Classic.
Markmið þeirra er að hanna og framleiða vönduð og klassísk gæða úr á viðráðanlegu verði. Þeir fengu til liðs við sig frábæra hönnuði og vörumerkjahönnuði til að taka þátt í ferlinu með þeim og útkoman varð framar þeirra vonum.
Í dag ætlum við á Hún.is að gefa einum heppnum aðila úr frá þessu flotta nýja merki.
Ef þig langar í svona fallegt úr er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Thomas Stone já takk“ og hvaða týpu þig langar mest í og þú gætir orðið heppin/n.
Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum og splæsir í „like“ á Thomas Stone.
Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá úr að gjöf!

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.