Jóladagatalið 8. desember – Afþreying í skammdeginu

Jólin eru hátíð ljóss og friðar en auðvitað er þetta mikil barnahátíð. Það fer að styttast í að fyrsti jólasveinninn komi til byggða og þá fer að færast meiri spenna inn á heimilið.

Gjöf dagsins í dag er því jólasveinapúsluspil sem fjölskyldan getur dundað sér við og fengið sér eins og eina smáköku, mandarínu og jólaöl.

Myndin á púslinu er af jólasveinasirkus og er þetta 8. púslið í jólasveinaseríu Brian Pilkington.

Jolasveinasirkus

Brian Pilkington er þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og snjallar bókaskreytingar. Bækur hans um íslenska þjóðtrú og tröll hafa vakið verðskuldaða athygli og mótað sýn þjóðarinnar á hérlendum kynjaverum.
Það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skrifa hér fyrir neðan „Jólasveinasirkus já takk“
Einnig gleður það okkur óendanlega ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá þetta fallega jólasveinapúsl fyrir þig og fjölskylduna.