Jólagjöf fyrir hana – Hugmyndir

Það getur verið mikill hausverkur að finna jólagjafir fyrir maka sinn. Þegar fólk hefur jafnvel verið saman í nokkur ár getur verið að maður sé orðin uppiskroppa með hugmyndir. Eða kannski á hún bara allt!

Sjá einnig: Jólagjöf fyrir hann – Hugmyndir

Við ákváðum að skrifa hér upp hugmyndir til að, vonandi, hjálpa þér að velja gjöf fyrir hana. Listinn mun breytast fram að jólum og ég mun bæta við fleiri kostum alveg fram á seinasta dag:

  • Kósýsokkar – Hlýir og mjúkir sokkar sem gott er að smeygja sér í á köldu vetrarkvöldi.
  • Kósýbuxur – Víðar buxur með teygju í mittinu og stroffi að neðan.
  • Jógabuxur/Leggings – Það er svo gott að eiga góðar og leggings, sem halda vel við en eru ekki óþægilega þröngar. Þessar frá Bestía.is eru akkúrat þannig, háar í mittið og rúllast ekki niður magann.
  • Náttföt – Bómull eða álíka efni, buxur og peysa. Föt sem hægt er að vera í heima fyrir um hátíðarnar, fram yfir hádegi… eða bara allan daginn.
  • Bók – Krimmi, sjálfshjálparbók, ævisaga eða sálfræðitryllir?
  • Ferðamál – Bolli sem heldur heitu
  • Sexý náttföt – Stuttur kjóll með blúndu jafnvel úr silki eða álíka efni. Alvöru silki er náttúrulega fokdýrt!
  • Nærföt eru alltaf góð gjöf. Í versluninni The Mistress er hægt að versla falleg undirföt í fjölbreyttum stærðum. Þessi hér að ofan fæst í stærðum B og upp í H og er mjög vinsæl og eru falleg. Bæði er hægt að versla á netinu og á staðnum en verslunin er í Firði verslunarmiðstöð.
  • Fallegir púðar frá Kósýprjón – Þessir púðar frá Kósýprjón eru svo fallegir og hafa verið vinsælir á mörgum heimilum hér á landi. Þeir eru til í allskonar litum og það verða allar stofur fallegri með svona púða, sem er úr ekta Merino ull.
  • Hjá Puha er hægt að panta svona veggmynd sem er gerð persónuleg eftir hverjum og einum og afmælisdegi hans/hennar. Þetta er skemmtileg og öðruvísi gjöf.
  • Snyrtivörur – Ekki örvænta. Við eigum við maskara, meik, púður, sólarpúður, „highlight“, krem, augnabrúna farða, krem, tóner, serum, maska eða bara það sem þér dettur í hug. Gæti kíkt í snyrtibudduna hennar og séð hvað er að klárast og keypt eins. Ef kona klárar einhverja vöru, er nokkuð ljóst að hún fílar hana.
  • Gjafabréf – Best er að fá gjafabréf sem virkar hvar sem er, svona eins og hægt er að fá í banka. Semsagt kort með inneign.
  • Fallegir hnífar fyrir eldhúsið. Það er skemmtilegt að hafa fallega hluti í eldhúsinu og ekki skemmir fyrir að þeir séu litríkir. Þessir fást til að mynda hjá Eldhúsvörur.is
  • Ilmvatn – Kannski eitthvað nýtt eða þetta sem hún hefur átt lengi og kaupir alltaf aftur og aftur.
  • Upplifun – Bjóddu ástinni í rómantíska ferð út fyrir bæjarmörkin, eða bara í annað bæjarfélag.
  • Námskeið – Gæti verið gaman að kaupa námskeið fyrir hana í einhverju sem henni finnst skemmtilegt. Förðunar-, matreiðslu-, bökunar-, hannyrða- eða ljósmyndanámskeið gæti verið eitthvað til að ýta henni af stað til að rækta áhugamál sín.
  • Þráðlaus heyrnatól – Hún getur farið með þau út að ganga eða hlaupa eða bara til að hlusta meðan hún gerir eitthvað allt annað.
  • Bluetooth hátalari  –  Ef hann á ekki svoleiðis, þarf hann að eiga það.
  • Snjallúr – Sem mælir skref, svefn og fleira. Það er hægt að fá svona úr á allskonar verði.
  • Hárblásara, sléttu- eða krullujárn – Við skulum alveg vera heiðarleg með það, það er mjög gott að eiga eitthvað af þessum tækjum, helst öll.
  • Hellaskoðun  –  Það er svo gaman að fara í einhverja svona ævintýraferð. Við hjónin fórum í hellaferð hjá Laugarvatn Adventures í vetur og það var alveg geggjað
  • Nuddbyssa – Þeir segja það sem til þekkja að nuddbyssur séu mál málanna og algjör snilld á þreytta vöðva.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here