
Það þykir heldur óhefðbundið jólakortið sem Kardashian fjölskyldan sendir frá sér í ár enda er fjölskyldan nú ekki talin hefðbundin.
Jólakortið vekur athygli fyrir listræna tilburði og segja gagnrýnendur að það sé nú lítið jólalegt við það. Í bakrunninum má sjá parta af gínum liggja á víðavagi ásamt tímaritum og öðru drasli. Veggirnir eru skreyttir listaverkjum og á einum stað má finna broskall.
Á kortið vantar eiginmann Khloé, Lamar Odom en eins og frægt er á parið í hjónabandserfileikum. Scott Disick, Rob Kardashian og Kanye West eru hvergi sjáanlegir og það þarf ekki að spyrja að því að North, dóttir Kim og Kanye, er einnig fjarverandi.
Bruce Jenner fær þó að vera með en hann er geymdur inn í glerbúri enda standa þau Kris í skilnaði.