Jólakötturinn er algjört krútt!

Jólakötturinn er ógurlegt fyrirbæri í íslensku þjóðsögunum; kvikindi sem borðar börnin sem fá hvorki föt í jólapakkanum né heldur ný föt fyrir jólin. Í þá gömlu, góðu daga lifði þjóðsagan um jólaköttinn góðu lífi og börnin flýttu sér því að þakka sínum sæla fyrir lopasokka, nýja húfu eða bara vettlinga.

En tímarnir breytast og mannfólkið með! Jólakötturinn, sem var ógurlegur ásýndar í þá gömlu, góðu – er ekkert meira en lítill loðbolti í dag sem elskar að skríða ofan í alltof stóra tebolla og sleikir tannkremstúpur í gríð og erg.

Hér er hann svo kominn, sjáfur jólakötturinn – yljar manni á köldum desembermorgni, ekki satt?

Tengdar greinar:

13 hundar og 1 köttur snæða jólamat með mannahöndum

Krúttlegu dýrin sem klúðruðu jólunum

Svona pakkarðu jólakettinum inn fyrir jólin

SHARE